KVENNABLAÐIÐ

Heitt í kolunum hjá Jennifer Lopez og Drake: Búin að kynna hann fyrir tvíburunum

Það er allt að gerast hjá söngfuglunum Jennifer Lopez og Drake en þau gerðu samband sitt opinbert fyrir nokkrum vikum síðan. Virðist vera þó nokkur alvara í sambandinu þar sem Jlo hefur kynnt Drake fyrir börnunum sínum, tvíburunum Max og Emme sem eru átta ára. Þau eru ávöxtur ástar hennar og söngvarans Marc Anthony frá Puerto Rico en þau voru gift í nokkur ár. Þau hafa þó verið að deila um hvort þau eigi sjálf að eignast börn en Drake er mun yngri en Jen, hann er þrítugur en hún 47 ára.

Auglýsing

„Drake hefur verið mikið með Jennifer í nýja húsinu hennar í Bel Air í Los Angeles. Hann hefur komið þangað nokkrum sinnum og er að kynnast krökkunum,“ segir heimildarmaður við Us Weekly. „Þau skemmta sér vel saman og krakkarnir fíla hann og kunna öll lögin hans. Þeim finnst gaman að vera í kringum hann.“

a a aaa

Drake finnst heldur ekki leiðinlegt að sjá Jennifer í móðurhlutverkinu: „Þegar hann kemur hætta þau í vinnunni og slaka á í sófanum, búa til mat og horfa á myndir.“

Hann er enn svo ungur og vill eignast börn en það hefur skapað deilur í sambandinu: „Jennifer er hætt að eignast börn. Drake vill allan pakkann – flotta eiginkonu og börn. Þetta er að skapa vandamál.“

Það verður spennandi að sjá hvort sambandið gangi upp!

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!