KVENNABLAÐIÐ

George og Amal Clooney eiga von á tvíburum!

Leikarinn George Clooney og eiginkona hans Amal eru að verða foreldrar í fyrsta skipti samkvæmt ýmsum heimildum gulu pressunnar. In Touch Weekly hermir að leikarinn bandaríski og bresk-lebaníski lögfræðingurinn eigi von á tvíburum – strák og stelpu. Samkvæmt heimildum voru þau steinhissa á fréttunum en þær hafi látið þeim líða sem þau hafi „unnið í lottóinu.“ Parið gifti sig í september árið 2014 og sögðust þá vera spennt að hefja fjölskyldu og hefðu þá þegar rætt nöfn á börnin. Fréttin birtist hinsvegar fyrst í Lebanon Daily Star, sem vitnaði í fjölskyldumeðlim sem var yfir sig ánægður með nýjustu fréttir.

amal3

Auglýsing

Amal hefur svo sannarlega verið milli tannanna á fólki vegna stækkandi kviðs. Fór hún á frumsýningu The White Helmets í London og einnig á Credit Suisse Women Of Impact kvöldverðinn í síðustu viku. Klæddist hún fötum sem gefa til kynna að hún sé með barni/börnum!

amal2

Auglýsing

Amal og George eyða tíma sínum milli húsa sinna í Los Angeles, Lake Como og í Berkshire í Bretlandi. Heimilið í Bretlandi er sérlega mikilvægt fyrir Amal þar sem hún ólst þar um og Baria, móðir hennar býr. Að Amal sé ófrísk hlýtur að fullkomna líf þeirra saman. George er afar lukkulegur og heppin með þessa flottu konu. Segir hann sjálfur að breski lögfræðingurinn sé „þessi klára í hjónabandinu, ásamt því að vera einstök manneskja sem lætur sér annt um annað fólk og hafi frábæran húmor. Einnig er hún vel að sér í tísku – á meðan hún er með 11 mál í gangi er hún að kenna í háskólanum í Columbia og hún er ennþá: „Vá hvað ég væri til í að vera í þessum kjól.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!