KVENNABLAÐIÐ

Kim segist „aldrei ætla aftur til Parísar“

Kim Kardashian hefur sagt þeim sem rannsaka ránið í París að hún muni aldrei fara þangað aftur. París var uppáhaldsborg Kim áður en henni líður illa varðandi allt málið og finnst hún ekki örugg. Kanye hefur ekki sagst vilja selja íbúðina sína í París því enn elskar hann borgina og þarf hann að fara þangað vegna viðskipta. „Kim hefur sagt að börnin megi heldur aldrei fara þangað því hún er skelfingu lostin vegna þess sem gerðist,“ segir ónafngreindur heimildarmaður í viðtali við Life&Style.

Auglýsing

Kim hefur lýst árásinni þannig: „Ég heyrði hávaða við hurðina, líkt og fótatak. Ég öskraði og spurði hver væri þar en enginn svaraði. Þeir náðu mér og fóru með mig í anddyrið. Ég var í slopp og nakin undir. Þeir fóru inn í herbergi og ýttu mér á rúmið. Þá bundu þeir mig með plastböndum og bundu hendurnar á mér með límbandi og einnig fyrir munn og fótleggi. Þeir settu mig í baðherbergið, ofan í baðið.“ Eftir að þjófarnir hurfu á brott gat Kim tekið límbandið af munninum og höndunum ásamt plastböndunum: „Mér fannst eins og þeir væru ungir vegna þess hvernig þeir bundu mig.“

Kim hefur tekið sér frí frá sviðsljósinu en er nú aftur mætt í vinnuna.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!