KVENNABLAÐIÐ

Leynilegt samfélag hafmeyja og -manna í Seattle: Myndband

Hafmeyjur og -menn eru víst til. Í Seattle er leynilegt samfélag fólks sem þráir ekkert heitar en að synda með sporð. Þau halda sínar eigin ráðstefnur og eiga sér í raun annað líf. Þau kalla samfélagið MerNetwork og þar fer fram líf þessa fólks og stjörnur verða til. Þær hafa þúsundir fylgjenda á Instagram og virðist samfélagið stækka óðum. Í þessu myndbandi er stiklað á stóru í lífi þessa sérstaka fólks!

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!