KVENNABLAÐIÐ

Fyrrum eiginmaður Meghan Markle er ótrúlega líkur Harry Bretaprins!

Þrátt fyrir að Suits-leikkonan sé afar hamingjusöm í sambandi með Harry Bretaprins eru margir að benda á að fyrri eiginmaður Meghan, Trevor Engelson, er ótrúlega svipaður Harry! Meghan og Trevor hófu sitt samband árið 2004. Þau giftu sig svo á Jamaica árið 2011. Eftir minna en tveggja ára hjónaband slitu þau samvistum og hún og kvikmyndaframleiðandinn héldu hvor sína leið. Í ágústmánuði árið 2013 var skilnaðurinn endanlegur.

Auglýsing

har twi

Harry, sem er 32 ára og Meghan sem er 35 ára fóru að hittast í ágúst 2016 og staðfestu sambandið opinberlega í nóvember sama ár. Harry fannst hann tilneyddur til að staðfesta sambandið vegna útreiðarinnar sem Meghan fékk í fjölmiðlum, en – eins og gefur að skilja – er mikill áhugi á einkalífi hans. „Harry hefur áhyggjur af öryggi Meghan og er vonsvikinn yfir að geta ekki verndað hana betur,“ segir í tilkynningu frá fjölmiðlafulltrúum hans. „Honum finnst ekki rétt að nokkurra mánaða samband sé að valda þvílíkum stormi. Hann veit að þetta er „hluti af leiknum“ en hann er ekki sammála. Þetta er ekki leikur, þetta er hans líf og hennar.“

Auglýsing

har twi 2

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!