KVENNABLAÐIÐ

Á barnið þitt leikfang sem heitir Sophie og er gíraffi?

Athugið foreldrar: Gríðarlega vinsælt leikfang barna heitir Sophie og er gíraffi úr plasti. Barnalæknirinn Dana Chianese varar foreldra við leikfanginu í nýjasta tölublaði Good Housekeeping. Fyrir um mánuði síðan var hún að þrífa gíraffann fyrir barnið sitt og tók eftir óþef sem lagði af leikfanginu: „Ég ákvað að klippa Sophie í tvennt vegna þess að ég var forvitin. Ég uppgötvaði heilt lífkerfi sem bjó inní leikfanginu. Ógeðslega illa lyktandi og myglandi…inni í leikfanginu sem barnið mitt elskar að naga!“

Auglýsing

sophie 2

 

sophie2

Leikfangið var ekki myglað vegna vanrækslu, hún þreif  það samkvæmt leiðbeiningum – og notaði heitt sápuvatn og rakan klút.

sophie4

„Það er sárt að vita að í nokkra mánuði leyfði ég barninu mínu að tyggja mygluð leikföng. Ég mun ekki kaupa framar leikföng sem eru með gati á eða mæla með þeim fyrir viðskiptavini mína.“

Auglýsing

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!