KVENNABLAÐIÐ

Sigurður Atli með einkasýningu: Salon opnar í Gallerí Laugalæk

“Salon”, einkasýning Sigurðar Atla Sigurðssonar opnar fimmtudaginn 19.janúar kl.17 í Gallerí Laugalæk.  Verkið sem einnig var þáttur í sýningunni Mynd af þér í Skaftfelli á Seyðisfirði samanstendur af 90 myndum sem unnar eru í silkiþrykk og teikningu.  Í texta um verkið eftir sýningarstjórann Gavin Morrison segir:

 “Sigurður Atli Sigurðsson (f. 1988) er óvanalega athugull á tilviljanakennd augnablik og umgjörð nútímalífs sem skilja eftir sig ummerki um tilvist okkar. […] Grunnlitir þeirra [teikninganna] og geometrísk framsetning gætu vísað í strangflatarlist eða naumhyggjulist – list sem varpar rýrð á handverk og handbragð. En innan hvers ramma má sjá krot. Hér er um að ræða virkilega einfalda athöfn sem er framkvæmd á meðan maður er upptekinn við eitthvað annað eða í hagnýtum tilgangi til að fá penna til að virka. Þessar athafnir jaðra við að verða að teikningu, áður en ásetningur verður til.” 


Sigurður Atli fór í meistaranám í École Supérieure des Beaux-Arts de Marseille árið 2011 eftir að hafa útskrifast frá Myndlistardeild Listaháskóla Íslands.  Í Marseille rak Sigurður sýningarrýmið Salon du salon frá 2013 – 2014. Af sýningum hans ber helst að nefna: Mynd af þér – Skaftfell 2016, Prent & vinir, Harbinger 2016, Do Disturb – Palais de Tokyo, París 2016, #KOMASVO – Listasafn ASÍ 2015, Subversion of the Sensible – Fabbrica del Vappore, Mílanó 2014, Feldstarke – Kyoto Art Center, Japan 2014 og Sleeper Horses – Gallerí Úthverfa 2014. Undanfarið hefur Sigurður Atli stundað kennslu við Listaháskóla Íslands þar sem hann hefur umsjón með prentverkstæði skólans.

Aðsent efni

aðsent efni

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!