KVENNABLAÐIÐ

Facebooksíða stofnuð til að leita að Birnu: Vinir og ættingjar leita í Hafnarfirði

Birna Brjánsdóttir sem týnd hefur verið síðan aðfaranótt laugardags er ekki fundin enn. Samkvæmt móður hennar er stúlkan ekki í „neinu rugli“ og afar ólíkt henni að hverfa svona. Síminn hennar varð batteríslaus um 5:50 hjá Flatarhrauni í Hafnarfirði og eru því vinir og ættingjar að leita þar, skv. Facebooksíðu móður hennar, Sigurlaugu Hreinsdóttur.

Auglýsing

Margir hafa sett athugasemdir af hverju björgunarsveitir séu ekki að leita að Birnu og skv. frétt RÚV um málið vill Sigurlaug víðtækari leit að Birnu.

Birna er tvítug, fædd árið 1996. Hún er 170 cm há og sjötíu kíló með sítt rauðleitt hár. Síðast þegar sást til Birnu var hún klædd í Svartar gallabuxur, ljósgráa peysu, svartan flísjakka með hettu og í svörtum Dr. Marten skóm. Síðast er vitað um ferðir Birnu við skemmtistaðinn Húrra um klukkan fimm aðfaranótt laugardags. Segir í tilkynningu frá lögreglu

 

Í frétt Vísis um málið segir móðir hennar að ef einhver haldi henni í gíslingu ætti sá hinn sami að sleppa henni:
„Um fimmleytið þá sést að hún fer þaðan ein út af þeim stað. Svo eru einu vísbendingarnar síðan þá sem hafa fundist um hana eru að síminn hennar finnst hérna á þessu svæði í kringum gömlu slökkvustöðina í Hafnarfirði. Þá sést að síminn hennar hefur dáið. Það finnast engar aðrar vísbendingar um þessa stelpu,“ segir Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir Birnu, í samtali við fréttastofu.

Við vonum svo sannarlega að góðra frétta sé von innan tíðar.

Facebooksíða leitarinnar – viljir þú taka þátt í leitinni

Á Facebooksíðu Sigurlaugar móður hennar segir:

Það eru nokkrir vinir og ættingjar að fara og leita í Flatahrauni og þar um kring, einhver nefndi að gæti verið gagnlegt að skoða Heiðmörk. Allir sem vilja taka þátt er velkomið að vera með. Ástæða þess að við förum þarna er að það er EINA vísbendingin sem við höfum núna varðandi hvarf Birnu minnar.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!