KVENNABLAÐIÐ

Gwyneth Paltrow talar vel um sinn fyrrverandi, Chris Martin

Þrátt fyrir að lögskilnaður hafi gengið í gegn í júlí í fyrra eru leikkonan Gwyneth Paltrow og söngvari Coldplay, Chris Martin afar náin: „Hann er heima hjá okkur hvern einasta dag,“ segir hún en þau eiga börnin Apple 12 ára og Moses 10 ára. „Við lifum okkar eigin lífi en eigum samt enn fjölskyldulíf,“ segir hún.

Segir Gwyneth að Chris myndi gera hvað sem er fyrir hana þó hún sé ekki lengur konan hans: „Ég held í hreinskilni sagt að ég og Chris höfum haft eitthvað fallegt fram að færa í menningu skilnaða.“

Auglýsing

 

Gwyn og Brad
Gwyn og Brad

 

Gwyn hefur verið að hitta rithöfundinn Brad Falchuck í meira en tvö ár og segir hún hann skilja út á hvað málið gangi: „Hann er með sína eigin útgáfu af fjöskyldulífi – þau eru ekki par en þau eiga fjölskyldu“ og á hún þá við skilnað hans við Suzanne sem er móðir beggja barna hans.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!