KVENNABLAÐIÐ

Svona þrífurðu sturtuglerið … og nærð árangri!

Kröftug umræða um sturtuglers-hreinsun fer fram á Facebooksíðunni Skreytum hús enda er  það kappsmál margra að losna við kalkblettina og móðuna sem virðist greipa sig í glerið. Hér eru nokkur góð ráð frá hópfélögum og margir benda á að viðhaldið fáist aðeins með því að skola glerið með köldu vatni að lokinni hverri sturtuferð og skafa vatnið af með sköfu svo það nái ekki að éta upp glerið aftur!

screen-shot-2017-01-06-at-10-24-47

Veisut ég var búin að prófa allt en endaði á að prófa töfrasvamp (kraftsamp) og ekkert efni og OMG það virkar.“

screen-shot-2017-01-06-at-10-24-32

Margir benda á skrúbbsteininn (Scrubstone) sem fæst í Bónus!

Aðrir hafa góða reynslu af því að nota edikblöndu sem er svona: 1 af edik 4% á móti 3 af vatni. því ekki að prófa þetta því þetta er allavega umhverfisvænt!

Auglýsing

Sumir nota Bílabón: „Bóna þegar glerið er hreint! Rain X síðan… Og svo skola alltaf með ísköldu vatni eftir hverja notkun og skafa bleytuna af.“

það vantar ekki hugmyndaauðgina:  „Tekur uppþvottavélar töflu og leysir upp í vatni og þrífur allt svona af með því.“

 

screen-shot-2017-01-06-at-10-25-33

„Ég prófaði þetta um daginn, örugglega eitthvað baneitrað, en það virkaði á allt! Þá svörtu blettina sem koma með timanum á utanáliggjandi stöngina í sturtunni. Plastfellihurðin er eins og ný, legg ekki meira á ykkur …“

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!