KVENNABLAÐIÐ

Agla Sól lýsir fullkomlega þeim erfiðleikum við að eiga kött sem er að breima

Þetta er það fyndnasta sem þú átt eftir að sjá í dag! Agla Sól M. Hafdísardóttir setti inn myndband til að lýsa þeim erfiðleikum sem eiga sér stað þegar kisa er alveg að brjálast og breimar á öllum tímum sólarhringsins. Agla á læðuna Birtu sem er ekki mjög þolinmóð og segir á Kattasamfélaginu á Facebook: „Ókei læðan mín er að gera mig geðveikari en ég er nú þegar! Hún byrjaði að breima í fyrradag í fyrsta skiptið og ég er alveg 100% viss um það hún sé að tilkynna öllum köttunum í Reykjanesbæ að hún sé orðin stór stelpa. Hún er rosalega rosalega hávær! Einhver ráð til þess að róa hana niður þangað til að ég læt gelda hana?“

Meðfylgjandi myndband sýnir Öglu eiga við kisuna: Addaðu Öglu á snappinu aglasol1995

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!