KVENNABLAÐIÐ

Sjáðu húðflúruðustu eldri borgara í heimi!

Magnað par: Charlotte Guttenberg er 67 ára og er 91,5% líkama hennar þakinn flúri. Sambýlismaðurinn, hinn 75 ára Charles „Chuck“ Helmke hefur flúrað 93,5% af sínum líkama með litríkum húðflúrum. Þau eru nú í heimsmetabók Guinness fyrir að vera húðflúruðustu eldri borgarar í heimi.

tatt22

Auglýsing

Charlotte fékk sér sitt fyrsta flúr einungis fyrir 11 árum síðan – þá fékk hún sér fiðrildi á bringuna sem afmælisgjöf til sjálfrar sín. Hún hefur alltaf haft mikinn áhuga á húðflúrum og þegar fyrrum eiginmaður hennar lést árið 2001 fór hún að láta flúra sig enn meira þar sem hann var ekki hrifinn af þeim. Hún hafði ekki ákveðið að fá sér svona mörg en á áratug fór hún svo oft að nú er 91,5% líkama hennar þakinn bleki. Hún ætlar ekki að stoppa núna heldur vill fá sér enn fleiri.

Auglýsing

Charles eða Chuck eins og hann er kallaður er þjálfari og eru þau mjög dugleg í ræktinni en hann er líka rithöfundur. Fékk hann sér sitt fyrsta tattoo árið þegar hann var í hernum árið 1959 en tók sér svo 40 ára pásu. Hann fór aftur að fá sér flúr árið 2000. Hann vill fá sér fleiri en eins og skiljanlegt er háir plássleysi honum!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!