KVENNABLAÐIÐ

Foreldrar Madeleine McCann vonast eftir nýjárskraftaverki árið 2017

Hinir þjáðu foreldrar Madeleine McCann vonast nú til að nýjárskraftaverk muni láta þau hitta hina týndu dóttur sína á ný, en nú eru 10 ár liðin síðan Madeleine hvarf frá hóteli í Algarve, Portúgal. Kate og Gerry hafa aldrei gefið upp vonina að hitta dóttur sína á ný sem rænt var af hótelherbergi árið 2006 og hafa ýmsar vísbendingar farið á víxl í fjölmiðlum og annarsstaðar sem þau hafa haft áhuga á að kanna nánar. Engin vísbending hefur þó náð að færa þeim dóttur þeirra aftur eins og þau vonuðust eftir…þau trúa þau enn á kraftaverk.

Enn ein jólin hafa liðið án þess að Madeleine komi í leitirnar og hafa tímarnir verið afar erfiðir fyrir foreldrana Kate og Gerry. Þau vilja þó varpa fram hróp á hjálp þar sem þau hafa ekki gefið upp alla von að dóttir þeirra finnist á lífi þrátt fyrir að áratugur hafi liðið.

Rannsakendur telja að Madeleine hafi verið numið á brott af barnaníðingshring. Foreldrar hennar hafa sent út þessi skilaboð: „Einhver veit. Við viljum bara að einhver finni hjá sér hugrekkið og samúðina til að láta okkur vita.“

 

Foreldrar Maddie
Rannsakendur hafa rannsakað tugi vísbendinga um barnaklámshringi sem eru starfandi. Binda foreldrarnir von um að hún finnist á lífi en vísbendingar eru um að hún gæti verið í Belgíu, Marokkó eða n-Afríku.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!