KVENNABLAÐIÐ

„Ömurlegasta“ jólahátíð Brad Pitt til þessa

Fjórum mánuðum eftir skilnaðinn við Angelinu Jolie er leikarinn Brad Pitt að reyna að finna sig í lífi sínu án barnanna sinna sex. Jólahátíðin og áramótin voru sérstaklega erfið fyrir hann, eins og vinir hans hafa sagt: „Þetta er ömurlegasta jólahátíð sem ég hef upplifað,“ hefur hann sagt. Angelina vill fá forræði yfir börnunum og hefur lítið leyft þeim að hitta hann nema undir eftirliti.

Brad með börnunum árið 2014
Brad með börnunum árið 2014
Auglýsing

„Brad líður ömurlega núna,“ segir nafnlaus heimildarmaður í viðtali við Daily Mail. „Hann saknar þess að vera í kringum börnin og hatar þessar heimsóknir undir eftirliti. Hann hefur brotnað niður margoft og skammast sín ekki fyrir að gráta.“ Brad má hitta börnin í smástund í einu en eingöngu ef eftirlitsaðili á borð við sálfræðing er viðstaddur: „Brad er brotinn maður. Honum finnst hann svikinn af konunni sem hann elskar enn. Hann saknar hennar þrátt fyrir allt sem gerst hefur milli þeirra. Honum finnst Angelina hafa tekið of fljótt ákvörðun og heldur enn í vonina.“

Angie með Zahara og Shiloh árið 2015
Angie með Zahara og Shiloh árið 2015
Auglýsing

Brad hitti Maddox, 15, Pax, 13, Zahara, 11, Shiloh, 10 og Vivienne og Knox, 8, á jóladag en Angelina var ekki ánægð með það: „Hún er brjáluð, ég held hún sé að fá áfall,“ segir vinur þeirra hjóna. „Hún vildi ekki að þau færu til hans á jóladag og reyndi að breyta því að hann kæmi til þeirra. Það tókst ekki og hún er reið.“

Brad vill sameiginlegt forræði en Angelina er enn að berjast fyrir forræðinu ein.

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!