KVENNABLAÐIÐ

Stórbrotin náttúra Íslands með augum dróna – Magnað myndband

Hrífandi landslagsmyndband úr smiðju ljósmyndarans Þórarins Jónssonar hefur vakið ómælda athygli og ekki að ósekju. Þórarinn, sem heldur úti vefsíðunni Thor Photography og býður upp á ljósmyndatúra fyrir ferðamenn, hlóð upp myndbandinu sem tekið er á drónamyndavél, fyrir tveimur dögum síðan.

Auglýsing

Iceland Magazine fjallar um myndbandið, sem er seiðandi svo ekki sé meira sagt, fyrr í dag og leggur blaðamaður til að horft sé á myndbandið í fullri stærð og bestu hljóðgæðum, en tónlistin sem ekki er síðri en myndefnið sjálft, var samin af Ásgeiri Trausta.

Magnað myndband og án efa fegurstu fimm mínútur dagsins!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!