KVENNABLAÐIÐ

Viltu hætta að reykja og losna hratt við nikótínið úr líkamanum – Við erum með svörin

Hvernig hægt er að losa nikótín úr líkamanum á náttúrulegan hátt

Þegar þú reykir innbyrðir þú nokkuð magn af hinu lífshættulega nikótíni, og það tekur 6-8 tíma fyrir hann að losna við það. Jafnvel þá hverfur ekki allt magnið, stundum tollir það í líkamanum í 2-3 daga og sum aukaefni jafnvel í 20-30 daga.

Sumar rannsóknir segja að ef þú borðar meira af ávöxtum og grænmeti sem er ríkt af C vítamíni þá muni það hraða efnaskiptum líkamans og hjálpa honum að losa nikótín hraðar úr blóðinu. Í könnun sem gerð var af rannsóknaraðilum tengdum lýðheilsu í háskólanum í Buffalo, voru 1000 reykingamenn og konur, 25 ára og eldri um öll Bandaríkin rannsökuð. Niðurstöður eftir 14 mánuði sýndu fram á að þeir þáttakendur sem borðuðu mest af ávöxtum og grænmeti voru þrisvar sinnum líklegri til að halda sig frá tóbaki samanborið við þá sem borðuðu minna í amk 30 daga. Þeir fengu hærra skor úr nikótínfíknarprófi og reyktu minna yfir daginn.

Auglýsing

Ávextir og grænmeti gera reykingafólki auðveldara um vik að hætta að reykja því það finnur minna fyrir svengd, reykingafólk blandar stundum nikótínfíkn og hungri saman; minni þörf fyrir sígarettur; ávextir og grænmeti gæti gert bragðið af tóbaki verra, ólíkt áfengi, kaffi og kjöti; heilbrigðari lífsstíll er líklegri til að hjálpa reykingafólki að hætta.

How-To-Flush-Nicotine-Out-Of-Your-Body-Naturally-1

Matur og drykkur vs. Nikótín

1. Vatn viðheldur vökvabúskap líkamans á meðan nikótín raskar því jafnvægi og hjálpar honum að losa nikótín er við svitnum.

2. Grænmeti eins og eggaldin, baunir, gúrkur og sellerí hafa áhrif á bragð af sígarettureyk, sem minnkar þörf fyrir nikótín. Þó skal vara sig á því að borða of mikið af sætu grænmeti þar sem sykurinnihald þess er hátt og gæti raskað jafnvæginu í vissum stöðum heilans og aukið þörfina fyrir reykingar.

3. Brenninetla eða netla inniheldur mikið magn járns, gott gegn sýkingum.

4. Kíví hreinsar níkótín úr líkamanum og er fullt af A, C og E vítamínum, sem eru góð gegn reykingaþörf.

Auglýsing

5. Furunálate hefur lengi verið notað til að vinna á sýkingum í munni og hálsi, það gæti jafnvel hjálpað gegn sýkingu í lungum.

6. Appelsínur hafa hátt innihald C vítamíns sem hjálpar líkamanum að vinna upp það magn sem tapast við reykingar. Innihald appelsína getur einnig minnkað streitu og aukið efnaskipti, sem hraðar losun nikótíns.

7. Spínat er fullt af vítamínum og fólínsýru sem er frábært fyrir líkamann ásamt því að gera bragðið af sígarettum vont.

8. Brokkolí er innihaldsríkt af B5 og C vítamínum, vinnur gegn vítamínskorti og hjálpar við að vernda lungum gegn eituráhrifum.

9. Gulrótarsafi hjálpar við losun nikótíns með miklu magni A, B, C, og K vítamínum. Þar sem nikótin skaðar húðina getur gulrótarsafi gert undraverða hluti fyrir heilsu húðarinnar.

Þýtt héðan.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!