KVENNABLAÐIÐ

Stjörnuspáin þín fyrir árið 2017

Hvað segja stjörnurnar um nýtt ár hjá þér? Váhildur völva hefur lagt höfuðið í bleyti og spáir fyrir hverju stjörnumerki fyrir sig með mikilli nákvæmni. Hvernig verður árið 2017 miðað við árið 2016? Margt og mikið mun gerast og spáð er fyrir með furðulega miklum smáatriðum. Njótið!

2017-g

Hrúturinn

Á gamlárskvöld: Þú verður að vera í einhverju rauðu. Rauð nærföt eða band um þig miðja/n er í lagi. Notaðu vanilluilm fyrir heimilið.

2017:

Úranus ríkir yfir merki þínu sem hefur áhrif á viðkvæm málefni. Öll neikvæðni frá Úranusi hefur nú þegar kennt þér og undirbúið þig þannig þú getur notið nýs árs sem er fullt af tækifærum og velgengni í einkalífinu. Venus, stjarna ástar og fjárhags verður þér í hag, frá 4. febrúar til 6. júní sem segir mér að þú getur skapað aðstæður til að safna pening og/eða þróað innileg tilfinningasambönd. Satúrnus, karmastjarnan, mun heimsækja eldmerkið þitt bogmanninn allt árið 2017 eða þar til 21. desember. Satúrnus mun víkka sjóndeildarhringinn hjá þér og gefa þér ákveðið vald yfir tilfinningastjórnun og öllu lífi þínu. Þjáning ársins 2016 fellur fljótt í gleymskunnar dá og þú munt læra ný viðhorf til lífsins. Mars, þín ríkjandi stjarna mun vernda þig og leiða frá 29. janúar til 10. mars.

Þú munt finna nýja ástríðu fyrir einhverju, tilfinningalegum áhugamálum, njóta velgengni bæði í vinnu og einkalífinu árið 2017 sem verður þér ógleymanlegt ár.

Nautið

Á gamlárskvöld: Grænn verður þinn happalitur um leið og þú kveður árið 2016. Vertu í einhverju grænu. Notaðu græn kerti og láttu heimilið þitt ilma sem furunálar eða mynta. Þetta mun gera þér kleift að fagna friði, heilsu og fjármálum á árinu 2017.

2017:

Venus, þín aðalstjarna mun heimsækja hrútinn sem er þitt ímyndunarmerki. Þú munt rækta andann, þú munt finna ýmislegt dularfullt á árinu og jafnvel standa í einhverju sem á að fara leynt fyrir öðru. Þú munt klára allt óklárað í lífi þínu. Þú munt taka djarfar ákvarðanir á árinu og tryggja þína eigin hamingju. Júpíter, lukkustjarnan, mun hafa áhrif á sambönd þín sem og ástarsambönd þannig frá 11. október – vertu tilbúin/n. Sigrar í einkalífinu munu margfaldast. Ef þú ert einhleypur einstaklingur, fráskilinn eða ekkill/ekkja mun stund sannleikans koma til þín á árinu. Þú munt hitta manneskju á árinu sem hefur allt sem þig dreymir um. Þeir sem tilheyra vatnsmerkjum, s.s. krabbinn, steingeit og vog eru allt möguleikar sem þú ættir að íhuga þegar kemur að makavali. Nú er rétti tíminn til að grafa öll leiðindi og fortíðaráhyggjur. Byrjaðu á núllpunkti og endurvektu ástina í lífi þínu. Neptúnus stýrir vinasamböndum þínum og þau eru fullnægjandi. Andlegir vinir munu verða þínir verndarenglar á árinu og þú munt taka árið með trompi.

astrology-planet-symbols_465283

Tvíburinn

Á gamlárskvöld: Vertu í gulu eða gylltu og fagnaðu nýju ári með kertum í sama lit. Fylltu heimilið af blómalykt og kauptu þér gular rósir til að fagna góðri heilsu, pening og ást.

2017:

Júpíter mun verða þér góður og árið 2017 mun bjóða þér ást, heppni og sköpunargáfu. Þú munt ná einhverjum stórkostlegum árangri – eitthvað sem þig hefur lengi dreymt um upplifanir þínar verða ógleymanlegar. Þú munt ná ákveðnu jafnvægi með manneskjunni sem verður prinsinn eða prinsessan í þínu lífi. Fyrri reynsla þín á þessu sviði mun falla í gleymsku og mikilvægustu stundir ársins verða þegar þú lærir um listina að elska og vera elskuð/elskaður. Stjörnumerkin sem hafa mikil áhrif á þig þetta ár eru hrúturinn, ljónið og bogmaðurinn. Þú munt vera krefjandi að vinna með og krefst alltaf fullkomnunar. Satúrnus, karmastjarnan, verður með þér og þú munt vita hvernig á að bregðast við ákveðnum aðstæðum og áskorunum. Tunglmyrkvinn þann 10. febrúar mun hafa áhrif á hvernig þú talar við annað fólk. Þú þarft að reiða þig mjög á tal þitt og látbragð. Fólk í bogmanninum mun vekja sérstaka athygli þína og draumar þínir munu verða að raunveruleika. Peningar munu ekki verða fyrir þér, það mun allt ganga upp. Þú getur gert marga hluti í einu og ert sérstaklega góð/ur í því!

Krabbinn

Á gamlárskvöld:Þú ættir að vera í hvítu, silfur eða gráu til að fagna því að þú ert barn tunglsins – það eru þeir sem fæddir eru í krabbamerkinu. Kerti ættu að vera hvít eða silfurlit og þú ættir að láta heimilið ilma af hvítum blómum – rósum, jasmín eða þessháttar.

2017:

Fyrstu þrjá mánuði ársins mun Venus fylgja þér. Þar sem hún er ríkir ást, list og fegurð. Hún mun láta þig skína á þínu sérsviði og þú færð viðurkenningu fyrir þá hæfileika sem þú býrð yfir – sem starfsmaður, listamaður eða í viðskiptum. Árið 2017 verður ár orðanna, þú segir alla réttu hlutina og býrð yfir meiri styrk en þig gæti grunað. Hjartað vinnur í hvert skipti. Satúrnus, karmastjarnan þín, mun láta þig verða meðvitaðri um tíma og rúm. Ef þú ert jákvæður krabbi muntu geta gert allt sem þig dreymir um. Það mun koma til þín óvænt orka til að gera allt sem þig langar að gera. Þú ættir að stunda jóga og hugleiðslu á hverjum degi. Eyddu lúxustíma með sjálfum þér og settu hug og heilsu alltaf í fyrsta sætið. Plútó heldur áfram að mennta þig og fræða í mannlegum samskiptum – eftir erfitt ár muntu loks geta náð einhverju jafnvægi í mannlegum samskiptum. Eftir 10. febrúar (tunglmyrkvinn) munu öll þín fjárhagsvandræði lagast. Hvað ástina varðar mun þér verða komið á óvart á einhvern hátt. Eftir allt sem þú hefur gengið í gegnum mun enginn geta leikið sér að viðkvæmu hjarta þínu.

Ljónið

Á gamlárskvöld: Þar sem þú ert barn sólarinnar verður þú að vera í einhverju gylltu. Notaðu það í skarti eða fatnaði. Kertin skulu vera appelsínugul og heimilið á að ilma sem kanill. Keyptu þér appelsínugul blóm.

2017:

Þú verður glaður einstaklingur því Venus mun heimsækja bróðurmerkið þitt hrútinn frá 4. febrúar til 6. júní. Kraftur Venusar mun færa þér sigur á tilfinningasviðinu og einnig í viðskiptum. Þú þarft ekkert að óttast. Þú hefur nú þegar lært að elska og vera elskuð/elskaður. Það mun enginn geta leikið með tilfinningar þínar. Þú veist uppá hár hvernig þú átt að velja fólkið í kringum þig. Í kringum 7. ágúst og 21. ágúst (tunglmyrkvar) munu augu þín opnast fyrir nýjum möguleikum. Þú yfirgefur þægindahringinn þinn og ferð að halda á ný svið í lífi þínu, en allt gerir þú með hægð. Þú þorir að gera hlutina og þú munt ekki láta neinn stoppa þig. Búðu til pláss fyrir hið nýja og fallega í lífi þínu og komdu öllu öðru fyrir kattarnef. Ef þú stundar jóga er það mjög til bóta. Hafðu félagslíf þitt afar takmarkað og agað. Njóttu þess en mundu að hugsa um huga þinn og hjarta. Árið 2017 er ár hanans skv. kínverskri stjörnuspeki og þú þarft að hugsa um persónulegu fjármálin og þannig munu þér verða allir vegir færir. Þjálfaðu þolinmæðina og traust þitt á þig sjálfa/n. Hlustaðu á hjartað.

Meyja

Á gamlárskvöld: Brún kerti þurfa að lýsa þér leið til að draumar þínir rætist. Moskusilmefni ættu að vera ríkjandi á heimili þínu. Liljur eru blómin til að kaupa.

2017:

Þetta árið muntu þjálfa þig í að sætta þig við þig sjálfa/n og vera ánægð/ur nákvæmlega eins og þú ert. Þetta er þitt ár, ár hanans samkvæmt kínverskri stjörnuspeki. Júpíter umvefur þig elsku og kærleik og mun leiða þig í fjármálum þar til þann 11. október, þá tekur sporðdrekinn við. Peningar eru ekki vandamál, þú mun jafnvel auka fjárflæði þitt á árinu. Samskipti þín við fólk eru frábær og þú kemur fólki á óvart með visku þinni og samskiptahæfileikum. Í fjölskyldunni muntu verða leiðbeinandi, kennari og ráðgjafi. Hjálpaðu til og taktu þátt en mundu að hugsa um þig sjálfa/n fyrst. 2017 gefur þér tækifæri á að gera hlutlaust mat á öllu sem þú hefur gengið í gegnum hingað til. Þú gerir skynsamleg plön hvað þig varðar og fjölskylduna: Framtíðina. Segðu já við hverju sem er, sem tekur þig út úr þinni daglegu rútínu. Bankaðu uppá hjá fólki og kynnstu nýju. Ekki setja neinar hömlur á þig – ekki stoppa við smá hindranir. Hafðu markmið þín skýr – sjáðu þau fyrir þér því þú ert meistarinn í eigin lífi. Gerðu hug þinn að besta vini þínum, ekki óvini. Reyndu að láta fortíðina ekki hafa jafn mikil áhrif á þig og hún hefur gert. Árið 2017 þarft þú að vera við stjórnvölinn.

gettyimages-541328343

Vogin

Á gamlárskvöld: Þú þarft að vera í bleiku og kveikja á bleikum eða hvítum kertum. Rósailmur ætti að fylla heimilið þitt.

2017:

Venus er þín ráðandi stjarna. Hún spáir fyrir um ást og aukið tilfinningajafnvægi fyrir þig á nýju ári. Allt í þér táknar fegurð og yfirvegun. Þú munt eignast ófáa aðdáendur á þessu ári. Þeir elska þig, meta þig og virða þig. Það mun enginn skyggja á sól þína þetta árið. Þú kveður burtu gamla drauga – sorg, hræðslu og viðkvæmni. Þú verður aðal sáttasemjarinn í eigin lífi. 2017 verður árið til að ná fram jafnvægi og hamingju í lífi þínu og munt gera það með fólki sem hugsar eins og þú. Við gerum öll mistök en þú munt læra af þínum. Eftir 10 febrúar mun ýmislegt gerast á félagssviðinu hjá þér. Þú munt vita hver verður í lífi þínu fyrir fullt og allt. Þeir sem standa þér við hlið þá verða það sem eftir er. Þú verður viðkvæmari en áður en ekki líta á það sem neikvæðan hlut. Þú þarft að rækta garðinn þinn, í bókstaflegum og andlegum skilningi. Komdu út úr skuggunum og gakktu í ljósið. 2017 verður fullt af óvæntum uppákomum.

Auglýsing

Sporðdreki:

Á gamlárskvöld skaltu vera í einhverju svörtu og rauðu til að fagna nýju ári. Kveiktu á rauðu kerti til að kalla til þín frið, bæði persónulegan og um allt.

2017:

Nú muntu byrja að skilja og meðtaka allt sem þú ehfur verið að leita fyrir utan sjálfa/n þig svo lengi. Þú munt skilja að lausnina er að finna hið innra. Ekki þreyta þig á leitinni. Leyfðu forlögunum að taka völdin því þau bera hag þinn fyrir brjósti. Forlögin tala við þig í gegnum leyndarmálin og hið dularfulla í lífi þínu og þú þarft að treysta…og trúa. Þau munu senda þér skilaboð og þú þarft að vera vakandi. Þú ert með þinn eigin verndarengil en aðrir halda áfram að treysta á þig sem sinn verndarengil. Passaðu orkuna þína. Ef þú hefur átt í erfiðleikum með fjármálin eða vinnuna árið 2016 munu þau leysast á farsælan hátt á nýju ári. Þú munt fá réttlætinu framgengnt. Alheimurinn mun verðlauna þig fyrir þolinmæði þína og þögn. Karma mun fylgja þér út árið svo um munar. Þú færð afar góðar hugmyndir sem þú verður að skrifa niður til að þær rætist. Þú hefur fengið grænt ljós á framtíðina.

Bogmaðurinn

Á gamlárskvöld: Kveiktu á blágrænu kerti og klæðstu einhverju í sama lit til að tryggja ást, heilsu og góðan fjárhag á nýju ári. Kveiktu á kerti með ávaxtailm og kauptu ávexti.

2017: 

Þetta verður frábært ár fyrir þig. Þú þarft að sýna meiri reglu og aga en nokkru sinni fyrr, ef þú ert jákvæður bogmaður verður leikurinn auðveldur. Þú munt fá verðlaun fyrir eitthvað sem þú áttir óuppgert í fortíðinni. Þú ferð út úr þægindahringnum og þorir að takast á við ný verkefni. Það urðu miklar breytingar árið 2016 en nú fullkomnast þær og þú veist hvað þarf að gera. Frá 4. Febrúar til 6 júní mun sköpunargleði og rómantík einkenna líf þitt þar sem Venus vakir yfir þér. Þú ert tilfinninganæm/ur og þú færð þín verðlaun strax. Þú munt kynnast mörgum nýjum á árinu sem hafa mikil áhrif á líf þitt. Þú setur punkt við fortíðina. Framtíðarplön taka við og þú munt fá að sjá einhverskonar sannleika sem getur verið sársaukafullur en nauðsynlegur. Þú binst fjölskyldunni sterkari böndum en áðru og þú verður stjarnan sem allir vilja fylgja.

Steingeit

Á gamlárskvöld: Kveiktu á hvítu kerti og klæðstu svörtu og hvítu til að fæla burt það slæma. Hringdu í verndarenglana þína á miðnætti, sendu kveðjur til þeirra sem þér þykir vænt um og meira að segja þeirra sem þér þykir ekki jafn vænt um.

2017:

Plútó heldur áfram að hafa áhrif á líf þitt. Öflug orka neyðir þig til að breyta um stefnu í lífinu. Þú veist hvað er best fyrir þig og hver gerir þig að glaðari manneskju. Þú hefur fundið það sem þú hefur leitað að svo lengi og svarið býr innra með þér.

Þú hefur fórnað mörgu og verður ánægð/ur með árangurinn. Þú ferð varlegar í ástamálunum en áður. Þú munt öðlast fé á óvæntan hátt. Fagnaðu lífinu og þú munt sjá kraftaverk gerast í lífi þínu. Þú þarft að bæta lífsgæði þín og þess vegna þarftu að vera í kringum fólk sem metur þig og virðir. Þú verður kennari og leiðbeinandi margra því þú býrð yfir óendanlegri hæfni á mörgum sviðum. Tunglmyrkvinn þann 7 ágúst mun breyta ýmsu í fjármálunum hjá þér. Eignir hverfa eða aukast. Munu að vera óeigingjarn/gjörn og þú færð allt til baka.

Vatnsberi:

Á gamlárskvöld: Þú verður að kveikja á fjólubláu kerti og ilmkerti með lavender. Þú ættir einnig að klæðast einhverju fjólubláu.

2017:

Úranus, júpíter og venus eru öflugt tríó sem gerir þig að samskiptakóngi/drottningu. Allir vegir standa þér opnir og ekki láta neitt koma þér úr jafnvægi eða slá þig út af laginu. Þetta er árið til að tala hreint út, koma í veg fyrir misskilning og segja sannleikann. Heiðarleikinn verður þitt öflugasta verkfæri og mun færa þér mikla gæfu. Fyrsti tunglmyrkvi ársins þann 10 febrúar og færir þér möguleikann á hamingjusömu sambandi – þú færð aukna athygli á því sviði svo um munar.

Þú munt samt ekki gefa hjarta þitt einhverjum sem á það ekki skilið – fyrri reynsla þín á því sviði hefur kennt þér margt. Að gera klikkaða hluti í nafni ástarinnar er ekki í boði lengur fyrir þig. Nýr vatnsberi hefur fæðst í þér, mannlegri, samúðarfyllri og afslappaðri.

Auglýsing

Fiskar:

Á gamlárskvöld:Heimilið þitt verður að hafa himinblátt kerti til að lýsa þér leiðina að nýju ári – ástinni, heilsunni og fjármálum. Hafðu tilbúið vatn til að henda út á götu á miðnætti. Ilmkerti ættu að ilma af fjólum, jasmín eða lavender.

2017:

Árið sem þú þarft virkilega að reyna á hæfileika þína. Þú verður ákveðnari og þú átt eftir að þora að gera hluti sem áður ógnuðu þér. Leiðtogahæfileikar þínir eru óumdeildir og þú hefur fullkomna stjórn á lífi þínu og þeim sem á þig treysta. Atvinnutilboðum fjölgar, þú ert vinsæll fiskur! Vinir dúkka upp úr fortíðinni sem og aðrir nýir bætast við – þú vinnur með einhverjum af þessum á nýju ári. Venus – stjarna ástar og fjárhags mun vera í þínu húsi ásamt úranusi sem er óútreiknanlegur. Það þýðir að þér mun verða komið skemmtilega á óvart í einhverju sem varðar fjármálin og eiginir. Allar ferðir og uppákomur munu bjóða upp á eitthvað nýtt. Þig dreymir stóra drauma og munt upplifa kraftaverk. Þú verður engill ljóss og vonar í fjölskyldunni. Vinir og ættingjar sameinast þér í einhverju stóru verkefni sem færir ykkur mikla velgengni. Það sem þú setur hjarta þitt, þar munu stóru hlutirnir gerast. Ástin verður krafturinn sem hleypir þér í gegnum þetta, fyllir þig eldmóði og trú. Þú munt upplifa skilyrðislausa ást árið 2017.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!