KVENNABLAÐIÐ

Serena Williams er trúlofuð!

Tennisdrottningin Serena Williams hefur tilkynnt um trúlofun sína og unnustans Alexis Ohanian 15 mánuðum eftir að þau hittust fyrst. Hin 34 ára stjarna setti trúlofunarsöguna sína á Reddit, vefsíðuna sem Alexis stofnaði árið 2005, með litlu ljóði.

„I came home / A little late / Someone had a bag packed for me

„And a carriage awaited / Destination: Rome

„To escort me to my very own „charming“ / Back to where our stars first collided

aa-ser

„And now it was full circle / At the same table we first met by chance

„This time he made it not by chance / But by choice

„Down on one knee / He said 4 words /And I said yes.“

Auglýsing

Fallegt ekki satt?

Alexis sem er 33 ára svaraði ljóðinu um leið og sagði: „Og þú gerðir mig að hamingjusamasta manni á jörðinni.“

Fyrir sex vikum setti Alexis línur úr Bibíunni á Instagramsíðuna sína um kærleikinn:

al-lov

Serena (eins og reyndar margar, MARGAR aðrar) hefur verið orðuð við tónlistarmanninn Drake en þau sáust kela opinberlega í júlí í fyrra.

Alexis og Serena hittust í hádegisverði árið 2015 og fóru að hittast reglulega frá október sama ár. Þau hafa ákveðið að halda sambandi sínu frekar leyndu en Alexis hefur verið duglegur að styðja sína konu á tennismótum.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!