KVENNABLAÐIÐ

Þrjár ástæður þess að þú heldur ekki nýársheitin þín

Oft er það endurtekinn brandari, ár eftir ár, að þú fellur á nýársheitinu þínu. Auðvitað þarf ekki sérstakan dag til að halda eitthvert heit en nýársdagur skal það samt vera hjá mjög mörgum. Vandinn er auðvitað sá að þegar febrúar rennur upp er allur vilji og loft farið úr manni og maður fellur á heitinu. Ekki láta það samt henda þig þetta árið (ætlir þú að strengja einhver heit, það er að segja)

Auglýsing

Hér eru þrjár ástæður fyrir því að þú átt erfitt með að halda nýársheitin út – og lausnir!

Vandamál 1: Heitin eru of yfirþyrmandi

Við skulum segja að þú sért með 500.000 króna skuld á kreditkortinu þínu sem þú þarft að greiða upp. Þar sem þú ert að gefa þér allt árið til að greiða skuldina upp ferðu kannski á eitthvert „verslunarfyllerí“ til að þurfa bara að hugsa um það seinna. Því lengur þó sem þú geymir það því erfiðara verður það.

Lausn: Settu þér skynsamlegri markmið

Stóra myndin er að sjálfsögðu alltaf mikilvæg en þú þarft að horfa á markmiðið með þínum augum, NÚNA, til að þau verði ekki fjarlæg þér. Þú ert að gefa þér langan tíma (allt árið 2017, t.d.) til að greiða upp skuldina en búðu frekar til mánaðarplan til að hafa betri yfirsýn yfir hlutina. Til dæmis: Ég ætla að borga 42.000 krónur af kortinu í hverjum mánuði. Þannig verð ég búin/n að greiða skuldina fyrir árslok.

Vandamál 2: Heitin eru of óljós

Ef þú hefur strengt heitið „að finna betri vinnu“ er það verðugt heit! En því miður er það frekar formlaust. Það er ekki ljóst hvað þér þykir „betra“ og það er erfitt að sjá fyrir hvernig útkoman verður ef þú hefur ekki sett skýrari markmið með útkomu. Það eru mörg nýársheit á þessa leið: Komast í gott form, hafa minni áhyggjur, eyða meiri tíma með ástvinum.

Lausn: Búðu til sniðugt markmið!

Til að gera heitið geranlegt, svo að segja á það að vera SMART:

smart

Ef þú gerir þetta munu markmiðin verða ljóslifandi fyrir þér. Að eyða meiri tíma með ástvinum gæti þessvegna þýtt: Ég ætla að bjóða bestu vinum mínum í mat annan hvern sunnudag á árinu. Þetta markmið er sértækt, mælanlegt, aðlagandi og tikkar í öll boxin.

Auglýsing

Vandamál þrjú: Þú fellur fyrir falska fyrsta skrefinu

Falska fyrsta skrefið er þegar við reynum að kaupa betri útgáfu af okkur sjálfum í stað þess að leggja á sig vinnuna til að ná þessum markmiðum. Að kaupa okkur púlsmæli – þá finnst okkur að við séum komin nær okkar markmiðum hvað líkamsrækt varðar. Að kaupa græjuna lætur okkur líða vel, við sendum dópamín út í heilann og við finnum fullnægju. Þú hefur samt ekki gert neitt nema að kaupa græjuna. Hvenær á að nota hana?

Það sem dópamínið gerir er að lokka þig burt frá markmiðiðinu. Að versla veitir okkur fullnægju, stundum það mikla að við þrufum ekki að fara út að hlaupa til að halda henni áfram

Lausn: Byrjaðu með það sem þú hefur

Þú getur forðast þessa gildru með því að þvinga þig sjálfa/n til að hefja vinnuna með það sem þú hefur. Ef þú ert að reyna að læra nýtt tungumál eða fara í ræktina, besta leiðin til að hefjast handa og fölsk skref er að byrja á núllpunkti. Hitt getur komið seinna. Byrjaðu hægt – lærðu eitt nýtt orð í nýja tungumálinu í 30 daga eða farðu út að labba um nágrennið á hverjum degi og lengdu túrinn í hvert skipti.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!