KVENNABLAÐIÐ

Drake og Jennifer Lopez deila ástúðlegum myndum saman á Instagram

Hvað er að gerast í ástarlífi stjarnanna þessa dagana? Jú söngfuglarnir Jennifer Lopez (47) og Drake (30)eru farin að stinga saman nefjum! Á miðvikudagsmorgun deildu þau bæði á sínum Instagramreikningum afar nánum myndum af sér saman. Engin formleg útskýring fylgdi með en augljóst er að þeim leiðist ekki návist hvors annars.

Rihanna (28) var ekki ánægð með fréttirnar þar sem hún eyðir jólunum heima á Barbados og hefur nú hætt að fylgjast með Jennifer á samfélagsmiðlum.

Auglýsing

drake-og-ljo-2

Á meðfylgjandi myndum má sjá það sem hugsanlega fer fyrir brjóstið á henni, enda myndirnar afar innilegar. Riri og Jlo voru bestu vinkonur þrátt fyrir 19 ára aldursmun en nú virðist sem sú eldri hafi brotið reglur í samskiptum: Að hitta fyrrverandi. Fyrr í mánuðinum kom Drake á tvo tónleika Jlo og þau virtust afar náin. Þau fóru saman á veitingastaðinn Delilah í vestur-Hollywood og yfirgáfu staðinn saman.

Auglýsing

drake-ririr

Bæði Jennifer og Drake hafa verið iðin við kolann þetta árið – sögusagnir um alls kyns ástarsambönd hafa flogið. Jennifer hætti með kærastanum Casper Smart og fór aftur að hitta sinn fyrrverandi Marc Anthony. Drake byrjaði aftur með Rihönnu í ágúst en þau hættu svo fljótlega saman. Hvernig ætli þetta endi allt saman?

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!