KVENNABLAÐIÐ

Angelina fór með Shiloh að versla…á afmælisdegi Brads

Forræðisdeilan í hámarki: Brad Pitt varð 53 ára sunnudaginn 18. desember. Leitt er frá því að segja en ólíklegt er að hann hafi hitt börnin sín þann dag. Angelina Jolie tók 10 ára dóttur þeirra Shiloh að versla myndavél í Los Angeles þann dag. Sjónarvottur segir að hann hafi veitt mæðgunum athygli í ljósmyndavörubúðinni: „Shiloh er greinilega mjög áhugasöm um ljósmyndum og Angelina bað um að fá að sjá nokkrar ekta gamlar myndavélar. Angelina grannskoðaði myndavélarnar og spurði spurninga. Shiloh hlustaði vandlega og var alveg þögul. Angelina sagði svo við Shiloh að hún myndi gjarna vilja fjárfesta í myndavélinni fyrir hana og spurði: „Ertu ánægð?“ og Shiloh var það.

Hægt er að taka svart/hvítar myndir á vélina og Shiloh kinkaði kolli en sagði fátt. Hún hlustaði vandlega á mömmu sína og hún keypti hana.“ Mæðgurnar voru í um 10 mínútur í búðinni.

Brad fékk ekki að eyða þakkargjörðarhátíðinni með krökkunum og ekki er vitað hvernig jólunum mun verða háttað í þeim efnum.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!