KVENNABLAÐIÐ

Stjarna úr þáttunum 16 and Pregnant látin

Valerie Fairman sem öðlaðist frægð í raunveruleikaþáttunum 16 and Pregnant er látin. Hún var 23 ára gömul. Þættirnir fjalla um kornungar mæður og er fylgst með þeim á tímabili. Móðir Valerie sagði í viðtali við TMZ að dóttir hennar hefði verið heima hjá vini sínum í Coatesville, Pennsylvaniu.

valerie3

 

Vinur hennar kallaði á hana oft en hún var á baðherberginu. Þegar hún svaraði ekki var hurðin brotin upp. Þá lá hún örend á gólfinu. Niðurstöður úr krufningu eru ekki komnar en líklegt þykir að hún hafi tekið of stóran skammt. Barn Valerie, Nevaeh, 7 ára, dvelst nú hjá ömmu sinni.

valerie
Valerie hafði verið handtekin oft og mörgum sinnum. Hún var ákærð fyrir að stunda vændi og bara í síðustu viku var hún ákræð fyrir að beita mótþróa við handtöku og framvísa fölsuðum skilríkjum. Reyndi hún að hlaupast á brott en lögreglan náði henni. Hún hafði barist við eiturlyfjafíkn í mörg ár og var það sýnt í þáttunum.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!