KVENNABLAÐIÐ

Nýfædd dóttir Ryan Reynolds og Blake Lively komin með nafn!

Leikaraparið Blake Lively og Ryan Reynolds komust í fréttirnar á dögunum þegar þau tóku dætur sínar tvær og fögnuðu því að Ryan var að fá stjörnu með nafninu sínu á Hollywood Walk of Fame. Aftur rata þau í fréttirnar í dag þar sem þau hafa gefið tveggja mánaða dóttur sinni nafn. Hún heitir Ines! Eldri dóttir þeirra heitir James.

ryan2
James lék á alls oddi á „frumsýningu“ sinni!
Auglýsing

Parið er þekkt fyrir að halda einkalífi sínu afar leyndu. Í síðustu viku sást dóttir þeirra opinberlega í fyrsta skipti en hún er orðin tveggja ára. Ryan, sem er fertugur, var afar þakklátur á þessum merku tímamótum í lífi sínu: „Ég vil þakka eiginkonu minni Blake sem situr hér við hlið mér. Þú ert mér allt. Þú ert það besta sem hefur komið fyrir mig….þú hefur gefið mér tvö ótrúlegustu börn sem mig hefði ekki getað dreymt um,“ sagði hann í þakkarræðu sinni. Fallegt!

ryan3

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!