KVENNABLAÐIÐ

Neydd í kynlífsþrælkun fyrirmanna í Evrópu aðeins sex ára gömul

Anneke Lucas er afar hugrökk kona sem stigið hefur fram með sögu sína í verkefni sem kallast Real Women, Real Stories og er því ætlað að auka umræður um hvernig konur þurfa oft að þola mikið harðræði í mismunandi menningarheimum og á mismunandi stöðum um heiminn.

Gefum Anneke orðið:

Þegar ég var lítil stúlka í heimalandi mínu Belgíu var ég sett í vinnu sem kynlífsþræll. Móðir mín seldi mig og keyrði mig út um allt þegar ég var pöntuð. Höfuð barnaklámshringsins var belgískur ráðherra. Viðskiptavinirnir voru hluti af elítunni. Ég þekkti þetta fólk úr sjónvarpinu. Andlit þeirra voru þekkt og á meðan var ég hluti af dekkri veruleika þessa fólks – hlið sem fólk myndi aldrei trúa að væri til. Ég hitti margt merkilegt fólk, ráðamenn Evrópu, meira að segja kóngafólk.

Auglýsing

Árið 1969, í kringum sex ára afmælisdaginn minn var ég tekin í kynsvall í fyrsta skipti í kastala. Ég var notuð í S&M sýningu, á lágu sviði, bundin með hundaól úr járni og látin éta mannaskít. Á eftir lá ég þarna eins og brotinn hlutur, ég var svo niðurlægð, ég var að gera eitthvað til að bjarga sálum minni eða – og þetta vissi ég algerlega- myndi ég veslast upp og deyja.

 

Sjáðu Anneke segja frá:

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!