KVENNABLAÐIÐ

Seldi Júníform og er komin með nýtt merki: By Birta

Birta Björnsdóttir sem búsett er um þessar munir í Barcelona hefur selt eldra fatamerkið sitt Júníform og hefur nú stofnað annað merki sem hún kallar By Birta.

birta
Birta Björnsdóttir

Birta Björnsdóttir stofnaði fatamerkið Júníform árið 2004: „Í raun hófst þetta upphaflega um tveim árum fyrr sem samsuða af lítilli vinnustofu og agnarsmárri verslun…sem í byrjun var í raun tvær slár. Þetta vatt upp á sig og alltaf varð meira og meira að gera. Ég var hvorki lærður fatahönnuður né hafði áður staðið i verslunarrekstri og var mjög ung í þokkabót. Á þessum tíma tíðkaðist ekki eins þetta fyrirkomulag að ungur hönnuður væri með sitt merki, sína framleiðslu og sína verslun, þó í dag sé þetta form orðið mun algengara.”

dsc_0195

Auglýsing

Áhugi Birtu á fatahönnun kviknaði afar snemma og var hún um 10 ára þegar hún byrjaði að sauma: „Ég á foreldra sem eru bæði mjög listræn og saumuðu föt á hvort annað hér áður fyrr. Ég man eftir því að hafa saumað nokkur djammdress á mömmu mína upp úr gömlum gardínum og held meira að segja að hún hafi farið út í þeim, nema að hafa skipt á leiðinni án þess að ég vissi.”
dsc_0227minni

Vinsæll fatnaður

Fyrst um sinn var Birta aðallega í kjólum og eins og hún kallar það – „pæjufatnaði.”

Kjólarnir urðu svo æ vinsælli sem jóla-, árshátíða-, útskrifta- og viðhafnakjólar. „Þegar leið á færði ég mig út í yfirhafnir og peysur. Með árunum og aukinni reynslu breyttist hönnunin og aldursbilið á mínum viðskiptavinum fór stækkandi og kúnnahópurin óx. Ég einnig var lánsöm að ýmsir þjóðþekktir aðilar tóku að koma fram í fötum frá mér. Lítla búðin á Hverfisgötunni var að springa utanaf sér og voru þessar tvær slár orðnar mun fleiri. Ég flutti verslunina upp á Ingólfsstræti í mun stærra húsnæði.”

dsc_0307

Það var árið 2008, hrunárið mikla en þrátt fyrir það hafði það ekki mikil áhrif á merkið að sögn Birtu: „Já, þessi ár alveg fram á síðasta dag voru þau bestu í sögu Júniform. Árið 2012 lokaði ég búðinni og flutti til Barcelona. Ætlunin var að segja skilið við merkið sem hafði átt allan minn tíma fram að því. En svo var ekki og opnaði ég vefverslun og fór að selja vörur í verslunum hér heima. Síðar opnaði svo Júniform verslun á Strandgötunni í Hafnarfirði sem góð vinkona mín rak. Loks kom að skilnaði og seldi ég merkið í lok 2014 en fylgdi því svo á eftir allt árið það á eftir. Nú er það í góðum höndum og vonast ég til þess að því vegni vel um ókomna tíð.”

Auglýsing

dsc_0359

 

Elskar að sauma, hanna og mála

Birta er að eigin sögn ekki jafn spennt fyrir rekstrinum sjálfu og öllu hinu: „Ég elska að hanna, sauma og mála… en eins og er get ekki hugsað mér að fara aftur út í rekstur og stóra framleiðslu. Ég hafði alltaf þessa flugu í hausnum að vera með lítið merki í vefsölu, þar sem ég seldi flíkur sem ég saumaði nær einungis sjálf. Það breytir miklu hvort ég er að hanna fyrir framleiðslu eða fyrir sjálfa mig.”

dsc_0437
Barcelona í birtu og yl

Birta býr nú með fjölskyldu sinni rétt fyrir utan Barcelona á Spáni. Segir hún lífið þar vera afar þægilegt og „stressfrítt.” „Krakkarnir eru í skóla rétt hjá og eru altalandi á bæði katalónsku og spænsku,” segir hún: „Það er óneitanlega vel metið að geta vaknað allan ársins hring í birtu og hlýju.”

dsc_0590

 

Ástríða Birtu blómstrar nú sem aldrei fyrr: „Nú ráfa ég um markaði og heildsölur í Barcelona og sanka að mér áhugaverðum hlutum og sauma svo úr því. Ef ég rekst á gamlan kjól með flottum kraga kippi ég honum með mér og nota kannski síðar. Ég hef fundið falleg efni sem sem aðeins örfáir metrar eru til af. Til dæmis eru útsaumuðu stykkin á nýju kjólunum í vefbúðinni fengin hjá krúttlegum indverskum hjónum sem eru með lítinn bás á einum markaði, þau eru með ýmsar týpur og allt handgert. Þetta er ekki hægt í ef ég væri í framleiðslu. Hinsvegar þýðir þetta nýja fyrirkomulag það að minna upplag er til af hverri vöru. Ég reyni að koma á móts við það með því að bjóða viðskiptavinum upp á að hafa samband við mig og panta nýja útgáfu af flík sem uppseld er í vefversluninni, gefið að efni séu fáanleg.”

 

dsc_0655 

Ísland jólin 2016

 

Nú er Birta stödd með fjölskyldu sinni á landinu um jólin og hlakkar hún mikið til að njóta jólanna á landinu. Aðspurð hvort hún hafi heimþrá alla jafna svarar hún:

„Það er í raun fyndið að nær fimm ár í brakandi blíðviðri eru minningarnar um að skafa bíl á dimmum janúarmorgni orðnar sjarmerandi og rómantískar. Ég sakna Íslands oft og sérstaklega fjölskyldunnar og vinanna. Nú vorum við að koma til landsins í gær og það er svo sannarlega notaleg tilfinning að koma heim í öll jólaljósin, upphituð hús og íslenskan mat… og vonandi snjó og kafaldsbyl.”

 

Smelltu hér til að fara á nýju síðuna hennar Birtu! 

dsc_0965

dsc_0968

 

dsc_0999

 

dsc_1029

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!