KVENNABLAÐIÐ

Reyndi að ræna kynlífstækjabúð en var hrakinn á brott með gervilimum

Tvær hugrakkar afgreiðslukonur í kynlífstækjabúð létu ræningja ekki komast upp með neitt bull og óttuðust hann ekki þegar hann ógnaði þeim og reyndi að ræna þær. Hentu þær í hann kynlífshjálpartækjum til að koma honum út úr búðinni.

Amy
Amy

Maður gekk inn í búðina Lotions & Lace í San Bernandino í Kaliforníu með andlitið hulið og hvað virtist vera byssa í hendinni. Korter var í að verslunin lokaði. Afgreiðslustúlkan Amy varð ekki hrædd heldur grunaði sterklega að hann væri ekki með alvöru byssu: „Hann labbaði inn með þessa byssu sína. Ég hélt hann væri að gera grín, reyna að hræða okkur. En þá sá ég byssuna og var bara: Í alvöru? Ég hef ekki tíma í þetta bull.“ Hún fór að æpa á hann og hann reyndi að grípa í hana. Samstarfskona hennar tók að henda kynlífstækjum í hann og hann flúði að lokum án þess að hafa erindi sem erfiði. „Þetta var bara alger heigull. Komandi hér inn og ræna tvær konur. Hann bjóst ekki við þessu.“

Auglýsing

dildo2

Lögreglan hefur nú gefið út myndbandið af manninum sem þið sjáið hér að neðan. Almennt mælir lögreglan ekki með að fólk reyni að yfirbuga ræningja upp á sitt einsdæmi.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!