KVENNABLAÐIÐ

Kendall vildi ekki að Kylie kæmi á Victorias´Secret tískusýninguna

Systurnar Kendall og Kylie Jenner eru víst ekki á góðum nótum þessa dagana. Ástæðan er sú að Kylie þykir ekki nógu fín til að hanga með fyrirsætum á borð við vinkonur Kendall. Kendall sem er 21 árs var sagt að biðja Kylie um að koma ekki á Victorias Secret tískusýninguna sem haldin var þann 30. nóvember síðastliðinn: „Kylie vildi fara til Parísar til að vera með Kendall og djamma og fara í öll flottu partýin en Kendall sagði að hún mætti ekki koma. Hún veit að allar fyrirsæturnar hata Kylie,“ segir ónefndur heimildarmaður í viðtali við Life&Style.

Það virðist vera að fólk sem Kendall umgengst finnst Kylie vera „trashy“ (ekki nógu flott/fín fyrir þau) og neita að hanga með henni. Kendall virðist taka vini sína framfyrir litlu systur sína.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!