KVENNABLAÐIÐ

Skapar kærasta úr leir: Myndband

Einhleypa kona! Ertu ekki orðin þreytt á að svara spurningum á borð við: „Af hverju ert þú einhleyp? Af hverju átt þú ekki kærasta?“ Breska listakonan Mary Stephenson sem búsett er í London hefur fundið svarið: Hún á sjö kærasta og þeir eru allir úr leir! Hún tekur myndir af sjálfri sér með þeim í tilbúnum aðstæðum og póstar þeim á netið. Ævintýrið hófst í brúðkaupi árið 2015 þegar hún ræddi við einn gestanna og sagði honum að hún hefði verið einhleyp í þrjú ár. Hann sagði að þessi þrjú ár væru sóun. Þannig – til að bregðast við kröfum samfélagsins og (í raun) deila á þær bjó hún til þessa bráðskemmtilegu kærasta. Kíktu á myndbandið:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!