KVENNABLAÐIÐ

Hvolpurinn sem reyndi að þrífa upp eftir sjálfan sig

Hundar eru yndislegir, það vita flestir. Þessi hvolpur hlýtur þó að slá öll met í krúttleika! Eigandi hans Acelin Hampton ættleiddi þennan frábæra hvolp, Pablo, fyrir þremur mánuðum síðan. Hann reyndi að kenna honum að nota „salernið“ úti sem hefur gengið misvel og gerast slys stundum inni.

voffi2

Pablo þurfti að fara í pössun til vinar Acelins um daginn og var vinurinn ekki alveg með á nótunum hvenær hvolpurinn þurfti að fara út. Hvolpurinn þurfti mikið að pissa og gat ekki haldið í sér lengur. Hann pissaði því á baðherbergisgólfið og reyndi svo sjálfur að þrífa það upp með því að draga klósettpappírinn að blauta blettinum!

Auglýsing

Þegar eigandinn kom til að ná í hann og sá hvað Pablo hafði gert varð hann ekki reiður heldur ákvað að setja þessa krúttlegu tilraun á Twitter þar sem þúsundir hafa deilt færslunni og dáðst að litla hvolpinum fyrir að reyna.

voffi2

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!