KVENNABLAÐIÐ

Tom Cruise hefur ekki hitt dóttur sína Suri í þrjú ár

Fjórða árið í röð mun Tom Cruise ekki halda jól með 10 ára dóttur sinni, Suri Cruise. Hún var síðast með honum á jólunum og þakkargjörðarhátíðinni þegar hún var sex ára. Í raun hefur hann ekki séð hana í þrjú ár, samkvæmt tímaritinu Life & Style. Sorglegur raunveruleiki þar sem þau voru áður mjög náin.

Í stað þess að hitta dóttur sína sem hann talar ekki við mun Tom sem er orðinn 54 ára halda upp á jólin í höfuðstöðvum Vísindakirkjunnar í Clearwater, Flórída þar sem hann spilar körfubolta og fótboltaspil með syni sínum Connor sem er 21 árs. 

Vonandi mun litla skinnið eiga gleðileg jól með mömmu sinni Katie Holmes.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!