KVENNABLAÐIÐ

Skildi börnin sín eftir eftirlitslaus í íbúð sinni í níu daga

Í meðfylgjandi myndbandi má sjá íbúðina þar sem hin tvítuga móðir, Vladislava Podchapko, skildi börnin sín, Daniil, 23 mánaða og Önnu, þriggja ára eftir á meðan hún fór og hitti kærastann sinn í níu daga. Enginn matur var í húsinu fyrir utan eitthvert sælgæti, sem þó var af skornum skammti, samkvæmt fréttastofum í Kíev, Úkraínu þar sem hryllingurinn átti sér stað. Þegar Vladislava kom til baka úr fríinu var Daniil látinn og Anna var meðvitundarlaus og alvarlega veik.

skild2

Myndband sem tekið var upp af úkraínsku lögreglunni sýnir sófann sem Anna svaf í og vöggu Danill. Óhugnanlegt er að sjá að börnin höfðu rifið veggfóðrið af veggjunum í þessari hörmulegu atburðarás. Nágrannar sögðu að þeir hefðu heyrt börn öskra og gráta en þrátt fyrir það datt engum í hug að kalla á lögreglu. Sjá má í myndbandinu ketil, sjónvarp, poka fullan af barnafötum og bleyjum, rauðan leikfangabíl og lítinn skó af stúlkunni.

skild3

Anna var flutt í skyndi á sjúkrahús en engu mátti muna að hún léti lífið vegna vannæringar. Kraftaverk telst að hún mun að öllum líkindum lifa þetta af: „Stúlkan var að niðurlotum komin og ástand hennar er alvarlegt,“ sagði læknir sem meðhöndlar Önnu litlu: „Henni líður betur núna og við erum farin að gefa henni smáa skammta af fastri fæðu.“

Auglýsing

Móðirin er í haldi og verði hún fundin sek getur hún fengið allt að átta ára fangelsi fyrir vanrækslu barna. Þegar lögreglan yfirheyrði hana sagði hún einungis: „Ég vissi ekki að börn gætu dáið.“

skildi1

Furðulegast í málinu þykir þó að Vladislava var ekki í fjárhagskröggum og á samfélagsmiðlum virðist hún hafa verið elskandi móðir. Hún setti þangað myndir af þeim brosandi og fór fögrum orðum um þau: Gleði móður, ástirnar mínar, ég elska ykkur, er eitthvað sem hún sagði um börnin og myndirnar.

Hafði hún þó tekið börnin úr leikskólanum en félgsþjónustuna grunaði ekkert misjafnt. Móðirin var búin að finna sér nýjan kærasta en hjónaband hennar og barnsföðurins var búið. Vladislava er nú ófrísk eftir hann.

skild4

Framtíð Önnu er í höndum úkraínskra barnaverndaryfirvalda: „Kannski verður hún send á barnaheimili eða ef faðir hennar getur hugsað um hana verður hún send til hans,“ sagði talsmaður. Fólk í Úkraínu er ævareitt þessari ungu móður, kannski ekki að undra. Hafa sumir nefnt að hún ætti að fá dauðadóm fyrir að hafa vanrækt börnin á þennan ógeðfellda hátt.

Auglýsing

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!