KVENNABLAÐIÐ

Jennifer Lopez og Marc Anthony saman á ný

Þau voru gift í sjö ár og hafa ekki gleymt tilfinningunum til hvors annars. Jennifer Lopez og Marc Anthony hafa nú náð saman á ný eftir að hafa komið fram á Latin Grammy verðlaunahátíðinni þar sem þau deildu sjóðheitum kossi á sviði eftir að hafa sungið saman lagið „Olvídame y Pega la Vuelta.“

Marc er nýskilinn við konu sína Shannon De Lima en þau voru gift í tvö ár og Jennifer hætti með kærastanum Casper Smart eftir að hann stóð í framhjáhaldi.

Söngfuglarnir frá Puerto Rico urðu því óvænt einhleyp á sama tíma. Eins og margir vita er Marc faðir tvíbura þeirra, Emme og Max en þau eru orðin átta ára. Segja margir að Marc hafi alltaf verið stóra ástin í lífi Jlo en hún hefur átt marga þekkta kærasta. Hafa þau þó alltaf haldið nánu sambandi síðan þau skildu árið 2011.

Með tvíburunum Max og Emme
Með tvíburunum Max og Emme

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!