KVENNABLAÐIÐ

Ashton Kutcher hjálpaði 6000 fórnarlömbum mansals síðastliðið ár

Leikaranum og athafnamanninum Asthon Kutcher er mjög umhugað um að láta gott af sér leiða. Thorn er stofnun sem hann á ásamt öðrum og berst hún gegn mansali. Var hún tekin í gagnið árið 2008 og var Demi Moore honum við hlið þá. Stofnunin bjargaði 6000 manns úr þessum ógeðfellda iðnaði á síðastliðnu ári. Markmið hans á næsta ári er að berjast gegn barnaníði og klámfengnu efni á netinu. Asthon er giftur leikkonunni Mila Kunis og eiga þau von á sínu öðru barni innan skamms.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!