KVENNABLAÐIÐ

Krúttsprengja dagsins: Barnið sem vildi ekki að foreldrarnir kysstust!

Þessi dýrmæta baun heitir Ella. Hún er fimm mánaða og býr með foreldrum sínum Matt og Krissy Hanneken og tveimur bræðrum í Maryland, Bandaríkjunum. Þetta kvöld var Ella litla afar viðkvæm og mjög þreytt. Þrátt fyrir að hafa verið í miklu stuði rétt áður fór eitthvað fyrir brjóstið á henni að foreldrarnir væru að kyssast…og myndbandið hefur farið út um allt á netinu í kjölfarið! Milljónir hafa séð litlu, óborganlegu skeifuna sem er það krúttlegasta sem þú átt eftir að sjá í dag!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!