KVENNABLAÐIÐ

Gwen Stefani og Blake Shelton ætla að eignast stúlku!

Stjörnuparið Gwen Stefani og Blake Shelton langar bæði í stúlkubarn og ætla að gera hvað sem er til að það muni verða að veruleika. Þau munu nú fara í tæknifrjóvgun til að reyna að eignast barn á náttúrulegan hátt en ef það mun ekki takast ætla þau að ættleiða. Life & Style greinir frá þessu.

Auglýsing
gwen-blake-8

„Þau ætla með þetta alla leið,“ segir vinur parsins. „Það gæti verið ungabarn eða eldra barn. Sama hvað vilja þau halda á lítilli stúlku fyrir lok ársins 2017.“

gwen-blake-6

Blake hefur staðið sig vel í föðurhlutverkinu. Fyrr í mánuðinum sást hann í Disneyland með Gwen (47 ára) og sonum hennar þremur, Kingston 10 ára, Zuma 8 ára og Apollo sem er tveggja.

Auglýsing

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!