KVENNABLAÐIÐ

Snertilaus kort: Það er svona einfalt að ræna þig á götu úti

Snertilaus tækni er að ryðja sér til rúms hér á landi: Það eina sem þarf að gera til að greiða fyrir vöru í búð með debit- eða kreditkorti er að bera kortið upp að kortalesaranum án snertingar og án PIN númers. Að sjálfsögðu eru þjófar ekki í vafa um að hægt sé að nýta sér þetta enda er fólk rænt á götum úti með búnaði sem les jafnvel í gegnum föt og töskur.

kort2

Einnig geta þjófar stolið auðkennisupplýsingum um þig með sama hætti. Hægt er að verða sér út um búnaðinn fyrir svo lítið sem 4200 ISK.

Rannsókn fer nú fram á Bretlandseyjum varðandi kortasvind af þessari tegund með því markmiði að koma upp um galla í kortunum sem gera að verkum að rán af þessu tagi sé mögulegt.

Auglýsing
Ef þú biður um snertilaust kort eru ekki allar bankar sem bjóða upp á það. Barclaycard mun t.d. ekki taka kortið í notkun
Ef þú biður um snertilaust kort eru ekki allar bankar sem bjóða upp á það. Barclaycard mun t.d. ekki taka kortið í notkun

Af vef Íslandsbanka um snertilausar greiðslur segir þetta:

 

Með snertilausri virkni geta korthafar greitt fyrir vöru og þjónustu með því að bera kortið upp að kortalesaranum án snertingar og PIN númers.

Til þess að virkja snertilausa virkni þarf að nota kortið í afgreiðslutæki hjá söluaðila með því að staðfesta PIN með örgjörvalesningu. Snertilausi valmöguleikinn á kortinu er þá orðinn virkur.

Kostir

  • Snertilausar greiðslur flýta fyrir viðskiptum fyrir smáar upphæðir en eru háðar takmörkunum af öryggisástæðum
  • Hver snertilaus greiðsla getur verið að hámarki kr. 4.200
  • Samanlögð upphæð snertilausra greiðslna getur ekki verið hærri kr. 10.000 á milli þess sem kortið er notað á hefðbundin hátt og greiðsla staðfest með PIN-númeri
  • Þegar hámarksupphæð snertilausra greiðslna er náð þarf að staðfesta greiðslu með PIN-númeri til þess að hægt sé að hefja snertilausar greiðslur á ný með kortinu

Hægt er að greiða snertilaust hjá þeim söluaðilum sem hafa búnað til þess að taka á móti snertilausum greiðslum. Afgreiðslutæki sem geta tekið á móti snertilausum greiðslum eru auðkennd með merki eins og sjá má hér til hliðar.

Nú þegar hafa fjölmargir söluaðilar uppfært afgreiðslubúnað hjá sér og gera má ráð fyrir því að á næstu mánuðum muni söluaðilum sem taka á móti snertilausum greiðslum fjölga enn frekar.

Snertilausar greiðslur hafa verið að ryðja sér til rúms erlendis á undanförnum árum og hefur öryggi þeirra verið margprófað.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!