KVENNABLAÐIÐ

Hundurinn Athena finnur á sér þegar Sigrún er með barni!


Sigrún Björk Reynisdóttir á fjögurra ára Labradortíkina Athenu sem skynjar eiganda sinn á ótrúlegan hátt. Sigrún segir: „Þegar ég var ólétt af dóttur minni þurfti tíkin alltaf að fá að vera nálægt bumbunni. Ef hún fékk að kúra uppi í sófa þá lá hún alltaf með hausinn á henni og hún gjörsamlega rotaðist oft þegar hún lá þarna. Eftir að dóttir mín fæddist hætti tíkin alveg að leggja hausinn þarna.“
Eins og sést fer einstaklega vel um Athenu á bumbunni!
Eins og sést fer einstaklega vel um Athenu á bumbunni!

Ári seinna fór Athena aftur að stunda sömu iðju – alltaf að leggja hausinn á magann á henni.

„Ég sagði við kallinn: „Hva, ætli ég sé ólétt aftur fyrst Athena er farin að liggja alltaf svona með hausinn á bumbunni?“ og hló,“ segir Sigrún. „Viku seinna pissaði ég á prik og viti menn, það var jákvætt! Ég verð að segja að mér finnst ansi merkilegt að tíkin skildi vita þetta! Í seinna skiptið þegar ég komst að því að ég væri ólétt var ég einungis komin fjórar vikur á leið þegar ég tók prófið. Hún hefur bara fundið þetta strax!“ segir hún en hún átti börnin sín árið 2014 og 2015.
at-2
Auglýsing
Sigrún segir Athenu vera afskaplega góð og róleg í kringum börnin: „Hún svaf alltaf undir vöggunni þegar þau voru lítil. Ef dóttirin svaf í barnavagni úti var Athena laus og kom svo inn þegar sú litla rumskaði og sótti mig. Hún er ekkert ofan í þeim eða neitt. En til dæmis ef þau eru inni í herberginu sínu að leika þá liggur hún þar einhverstaðar líka.“
at3
Aðspurð hvort hún telji að Athena gæti fundið á sér hvort aðrar konur séu með barni segist Sigrún ekki vita hvort svo sé: „Athena er svosem voða blíð og góð við alla þannig að það er kannski spurning hvort maður prófi það..“ segir hún og hlær.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!