KVENNABLAÐIÐ

Hárprúðasta átta vikna barn sem þú hefur séð!

Yndislegur átta vikna prins hefur nú vakið heimsathygli fyrir dásamlegt hár: Móðir Juniors, Chelsea Noon segir að fólk stoppi hana á götum úti til að dást að hári hans. Hún kallar hann stundum „Baby Bear“ þar sem hann er hærðari en flest börn á hans aldri. Þegar hún fer með hann í stórmarkaðinn tekur það um tvo tíma í stað 40 mínútna áður…fólk getur nefnilega ekki orða bundist þegar það sér hann! „Þegar hann fæddist var hárið býsna þykkt en allir sögðu að það myndi hætta að vaxa og detta af. Það hefur samt ekki gerst ennþá,“ segir Chelsea. „Heilbrigðisstarfsfólk sem hittir hann segir það hafi aldrei séð barn með svo mikið hár.“

Auglýsing

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!