KVENNABLAÐIÐ

Unglingurinn sem hættir ekki að vaxa: Orðinn rúmlega 2,5 metrar á hæð

Broc Brown frá Michiganríki í Bandaríkjunum er 19 ára gamall. Hann er stærsti táningur í heimi og vex um 15 sentimetra á ári…og er enn að vaxa. Þegar hann var fimm ára gamall var hann greindur með risavöxt (e. giantism eða Sotos Syndrome) og töldu læknar að hann myndi ekki lifa lengi. Móðir hans segir: „Þetta er ættgengur sjúkdómur og það er ekkert sem fær hann til að hætta að vaxa. Ég veit ekki hversu lengi þetta getur haldið áfram.“

risi-rett

Fimm ára gamall var hann stærri en flestir jafnaldrar sínir – um 160 sentimetrar að stærð. Sjúkdómurinn finnst hjá einum af hverjum 15.000 en læknar eru nú sannfærðir um að Broc muni eiga eðlilegt líf þrátt fyrir heilsufarsvandamál sem fylgja þessari miklu stærð.

Með „litlu" frænku sinni sem er jafngömul honum
Með „litlu“ frænku sinni sem er jafngömul honum

Hjarta hans þarf að þola gríðarlegt álag, hryggur hans hefur vaxið svo hratt að hann er skakkur og þrengir að mænunni. Einnig fæddist Broc með aðeins eitt nýra þannig hann getur ekki tekið verkjalyf þrátt fyrir stöðuga bakverki: „Mér líður eins og ég hafi fengið tennisspaða í gegnum bakið á mér. Ég reyni að eiga við það en gengur lítið, ég vildi óska að læknarnir gætu gert eitthvað fyrir mig.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!