KVENNABLAÐIÐ

Blac Chyna og Rob Kardashian: Hætt saman?

Rob Kardashian og Blac Chyna eru á barmi skilnaðar, rétt áður en barnið þeirra kemur í heiminn. Þau hafa gengið í gegnum ýmislegt síðustu daga og virðist málið vera alvarlegt: „Þau eru oft upp og niður en það er sérstaklega slæmt núna. Þau tala ekki saman, skrifast ekki einu sinni á,“ segir heimildarmaður People.

blac

Þau virðast ekki eiga í heilbrigðu sambandi og í nýjusta þætti Rob & Chyna, sagði móðir Chyna, Tokyo Toni við Rob varðandi brúðkaupið þeirra sem á að fara fram bráðum: „Chyna þarf ekki barn, hún þarfnast þess að þú sért faðir….þú verður að hætta því sem þú ert að gera, þú átt eftir að eyðileggja allt.“

Auglýsing

Allt virðist í hers höndum, sérstaklega innan Kardashian fjölskyldunnar þar sem Blac á barn með rapparanum Tyga sem er nú í sambandi við litlu systur Robs, Kylie Jenner.

blac-tw

Í þessari viku fór allt í bál og brand þar sem hann hélt að Kardashian systurnar væru að halda „Baby Shower“ fyrir Chyna en að bjóða henni ekki. Rob fór mikinn á Twitter og m.a. gaf almenningi raunverulegt símanúmer Kylie. Var þó allt byggt á misskilningi þar sem stelpurnar vissu að Chyna gæti ekki mætt og allt væri í góðu. Rob var hinsvegar sannfærður um að þær væru að niðurlægja barnsmóður sína.

Líklegt þykir að ef parið er hætt saman myndu þau ekki tilkynna það opinberlega heldur gera það í raunveruleikaþáttunum…til að auka áhorfið, ekki satt?

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!