KVENNABLAÐIÐ

Angelina Jolie sækir um skilnað frá Brad Pitt!

Angelina Jolie hefur sótt um skilnað við Brad Pitt eftir 12 ára hjónaband. Ástæðan er ósamrýmanleiki hjónanna. Leikkonan vill fá forræði yfir öllum sex börnunum. Þau byrjuðu að hittast árið 2004 og giftu sig í ágúst 2014. Þau kynntust við gerð myndarinnar Mr. & Mrs. Smith og var Brad á þeim tíma giftur Jennifer Aniston.

Hefur Angelina ráðið skilnaðarlögfræðing stjarnanna, Laura Wasser, til að verja sig. Hefur hún ekki beðið um meðlag frá Brad. Wasser er einnig að verja Johnny Depp í skilnaðinum við Amber Heard.

Sögusagnir eru óljósar en mun Angelina vera ósátt við uppeldisaðferðir Brads. Hún vill að Brad fái umgengnisrétt en hún hafi forræði yfir börnunum. Ónefndur heimildarmaður segir: „Ástæðan fyrir skilnaðinum er hvernig Brad elur upp börnin. Hún er mjög ósátt við aðferðirnar sem hann notar.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!