KVENNABLAÐIÐ

Chris Brown sem barði Rihönnu er enn að beita konur ofbeldi

Lögreglan var kölluð að húsi söngvarans Chris Brown í Los Angeles snemma á þriðjudagsmorgun, 30. ágúst 2016. Kona hringdi á lögregluna og bað um hjálp, samkvæmt lögreglunni í Los Angeles, Kaliforníu LAPD. Fréttastöðin CNN hefur birt myndskeið af ótal lögreglubílum fyrir utan heimili hans eftir atvikið.

Auglýsing

Chris Brown sem er 27 ára virðist hafa verið inni þegar hann birti nokkur myndskeið á samfélagsmiðlum. Í einu myndbandanna sést Chris vinda sér ævareiður að lögreglunni og segja að honum sé lýst sem glæpamanni: „Gangi ykkur vel. Þegar þið fáið heimild til að leita hérna, gerið það sem þið viljið gera, þegar þið komið inn sjáið þið ekkert, fávitar. Ég er orðinn dauðþreyttur að díla við ykkur,“ segir hann. Vá, en veistu hvað Chris Brown? Þú ert dæmdur glæpamaður!

Chris fékk skilorðsbundinn fimm ára dóm árið 2009 fyrir að hafa játað að hafa ráðist á þáverandi kærustu sína, söngkonuna Rihönnu. Hann braut skilorðið árið 2014 og sat inni í þrjá mánuði vegna þess.

Baylee Curran er fegurðardrottning
Baylee Curran er fegurðardrottning

Bætti hann svo við: „Á meðan ég hringi á lögguna þegar eltihrellir sem ógnar lífi mínu er nálægt koma þeir daginn eftir. Svo er einhver sem bullar eitthvað um mig, og ó, já – mætir ekki heila víkingasveitin vegna þess.“

Auglýsing

Konan sem hringdi á lögregluna, Baylee Curran, segir að Chris hafi beint að henni byssu þar sem hún var að dást að skartgripum. Eftir atvikið réðust aðstoðarmenn hans að henni og vildu hún myndi skrifa undir þagnareið.  Segir hún að hún hafi oft djammað með Chris í fortíðinni og hafi hann alltaf verið almennilegur, en nú hafi hann verið algerlega úti að aka…annaðhvort á eiturlyfjum eða áfengi.

Baylee kom heim til Chris með vini sínum, fór í heitapottinn og labbaði inn svo með starfsfólki Chris. Einhver af starfsmönnunum var að sýna þeim skartgrip, demanta og fleira og dáðist hún að honum og snerti hann. Allt í einu brjálaðist Chris og náði í byssu og beindi að henni og sagði henni að „drullast út.“

Starfsmennirnir hans reyndu að fá hana til að skrifa undir þagnareið þess sem hafði gerst og héldu eftir símanum hennar og skónum til að kúga hana. Hún neitaði að skrifa undir, tók símann sinn og fór með vini sínum.

Heimild: TMZ, CNN

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!