KVENNABLAÐIÐ

Kimberley Margarita: Flottasti förðunarfræðingurinn á netinu í dag!

Hún er enginn venjulegur förðunarfræðingur: Þegar Kimberley Margarita greindist með endómetríósu (legslímuflakk) gat hún lítið farið út, enda var hún þjökuð af verkjum. Hún fann sinn innri listamann í förðun og hefur gert ótrúlegustu listaverk – og notar andlitið á sér sem striga.

Hefur hún marga fylgjendur á Instagram, ekki bara vegna þess hversu fær hún er í faginu heldur hversu jákvæð hún er. Kimberley talar við fylgjendur sína og færir þeim falleg skilaboð. Hún hvetur fólk til að segja henni hvernig því líður og hún „peppar“ það upp! Frábær, finnst þér ekki?

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!