KVENNABLAÐIÐ

Myrti móður sína sem hafði haldið henni veikri alla ævi

Saga Gypsy Rose Blancharde er í senn hryllileg og vekur mikinn óhug. Hún kann að vera ein sú ótrúlegasta sem þú hefur lesið en saga þeirra mæðgna, Dee Dee Blancharde og Gypsy hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum.

Dee Dee var haldin sjúkdómnum Munchausen by proxy (MSbP). Í stuttu og mjög einfölduðu máli er sjúkdómurinn þess eðlis að foreldri eða uppalandi heldur barni eða einhverjum nákomnum í þeirra umsjá vísvitandi veiku til að fá athygli eða fjárframlög og er þetta oft mjög falið ofbeldi gagnvart barni og erfitt að greina það.

Auglýsing

Frá því að Gypsy fæddist var móðir hennar oftar en ekki með hana á sjúkrahúsi vegna ýmissa „alvarlegra” sjúkdóma – krabbameins, vöðvavisnunar, litningagalla – allt sem átti að vera þess valdandi að Gypsy gæti ekki gengið eða lært á borð við börn á hennar aldri. Þrátt fyrir það var aðeins einn spítali sem neitaði að nokkuð væri að henni.

Dee Dee hélt stúlkunni í þeirri blekkingu að hún væri fársjúk og var afar fær í því. Fengu þær mæðgur endalausa styrki frá góðgerðasamtökum. Endaði þó þetta hryllilega mál með því að Gypsy tilkynnti í júní árið 2015 að „tíkin væri dauð,” og meinti hún þá móður sína.

gypsy3

Gypsy hélt blekkingu móður hennar á lífi – hún lék með henni á sjúkrastofnunum og gerði eins og hún bað um. Hefur hún því fengið ótal meðferðir við alls kyns sjúkdómum sem hún var aldrei með: Til dæmis má nefna augnaðgerð sem gerð var á henni því að sögn móður hennar var hún með of slaka augnvöðva. Hún fékk slöngu til að nærast og borðaði lítið sem ekkert í gegnum munninn. Fékk hún því í raun fljótandi fæði þar til hún var um tvítugt. Botoxi var sprautað í munnvatnskirtla hennar fyrst um sinn til að lama þá, síðan voru þeir fjarlægðir því móðir hennar kvartaði yfir að Gypsy slefaði of mikið. Tennur hennar rotnuðu og þurfti því að draga þær út – hvort um var að ræða slæma tannheilsu, lyfjagjöf eða vannæringu er ekki gott að vita.

Auglýsing

Inngripin í líkama Gypsyar af völdum þessara „sjúkdóma” urðu þess valdandi að hún fékk að sjálfsögðu aukaverkanir sem gerðu það að verkum að stúlkan varð auðvitað veik. Erfitt er að segja til um hvort hún hafi einhverntíma þurft á einhverri meðferð að halda til að byrja með. Hún var mjög ung þegar inngripin byrjuðu og engin leið að vita hvernig henni raunverulega leið því móðir hennar talaði fyrir hana alla ævi.

Mæðgurnar Gypsy og Dee Dee
Mæðgurnar Gypsy og Dee Dee

Gypsy eignaðist kærasta á netinu, Nicholas Godejohn, sem hjálpaði henni að losna undan ofurvaldi móðurinnar. Þau ákváðu í sameiningu að myrða hana. Fyrst um sinn voru þau ákærð fyrir morð – Nicholas á að hafa stungið Dee Dee að ósk Gypsyar. Bíður hann nú réttarhalda en Gypsy hefur verið dæmd fyrir morð af annarri gráðu og mun sitja í fangelsi í 10 ár.

Afar ítarleg frásögn af þessu furðulega og óhugnanlega máli má finna HÉR en Michelle Dean hjá Buzzfeed hefur rannsakað málið.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!