KVENNABLAÐIÐ

Richard Gere er með mikilvæg skilaboð handa þér!

Leikarinn póstaði texta nokkrum á Facebook sem hefur hlotið yfir þúsundir deilinga, enda um þarfan og flottan boðskap þar á ferð.

Hann hljómar einhvernveginn svona:

„Mamma vinar míns hefur borðað holla fæðu allt sitt líf. Aldrei hefur hún neytt áfengis eða „slæms” matar, stundað líkamsrækt daglega, mjög liðug, mjög aktíf, hefur tekið öll vítamín sem læknir hennar ráðlagði, hefur aldrei farið í sólbað án sólarvarnar og þegar það gerðist var það í eins stuttan tíma og hægt var – svo þannig verndaði hún heilsuna á þann fullkomnasta hátt sem nokkur gæti gert. Hún er nú 76 ára og þjáist af húðkrabbameini, krabbamein í beinmerg og afskaplega hættulegri beinþynningu.

Pabbi minn borðar beikon ofan á beikon, smjör ofan á smjör og fitu ofan á fitu, aldrei og ég meina aldrei hefur hann stundað líkamsrækt, húð hans brann öll sumur, hann einfaldlega tók þá ákvörðun að lifa lífinu til fulls og ekki samkvæmt því sem einhverjir aðrir myndu gera það. Hann er í dag 81 árs og læknarnir segja hann hafa heilsu á við ungan mann.

 

Þið getið ekki falið ykkur frá eitrinu ykkar, fólk. Það er þarna úti og mun finna þig svo ég segi eins og móðir vinar míns, sem er enn á lífi: „Ef ég hefði vitað að ævi mín myndi enda svona myndi ég hafa lifað lífinu öðruvísi – ég hefði reynt að njóta alls þess sem mér var bannað!”

Ekkert okkar mun sleppa lifandi frá lífinu, þannig ekki koma illa fram við sjálfa/n þig. Borðaðu góðan mat. Njóttu göngutúrs þegar sólin er úti. Hoppaðu í sjóinn. Segðu sannleikann eins og hann sé fjársjóður í brjósti þínu. Verið klikkuð. Verið góð. Verið skrýtin. Það er ekki tími fyrir neitt annað.”

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!