KVENNABLAÐIÐ

Iggy Azalea hætti með Nick Young vegna þess hann átti von á barni með annarri konu

Rapparinn Iggy Azalea hætti með LA Lakers körfuboltaleikmanninum Nick Young á dögunum og gaf upp ástæðuna – að hann hélt fram hjá henni. Nýjustu fréttir herma þó að ekki hafi einungis verið um framhjáhald að ræða…hann á einnig von á barni með konunni sem er barnsmóðir hans Keonna Green.

 

 

Var Nick mikill „herramaður“ og beið í fjóra mánuði með að segja henni að hann ætti von á barni eftir framhjáhaldið. Iggy er í sjokki, eins og sjá má á eftirfarandi tvítum:

 

iggy twee

 

Segir sagan að Nick hafi verið miður sín en hafi verið „fullur og skort dómgreind.“

Einmitt…

iggy

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!