KVENNABLAÐIÐ

Í hvaða þremur stjörnumerkjum eru bestu eiginkonurnar?

Stjörnumerkin geta gefið afar góða vísbendingu um persónuleika fólks. Það getur verið hentugt fyrir karlmenn eða konur í makaleit að lesa þessa grein (ekki hafa neinar áhyggjur, við birtum líka fyrir konurnar síðar!) Ef þú hefur hug á að binda þig konu – skoðaðu þá hér í hvaða stjörnumerki bestu eiginkonuefnin eru!

 

Í fyrsta lagi…. Krabbadrottningin

krabb

Konur í krabbamerkinu hafa mjög sterkar tilfinningar til þeirra sem þær eru í sambandi með. Ástin er skilyrðislaus og þær gera allt fyrir manneskjuna sem þær elska. Ef þú ætlar í samband/hjónaband með krabbakonu þýðir það í raun að þú hefur valið rétt. Þessi kona veður eld og brennistein fyrir þig og hamingju ykkar.

Þrátt fyrir það eiga þær til að vera dramatískar…jafnvel um smávægilega hluti. Þetta er þó afar lítill löstur hjá annars nær fullkominni konu!

Þessar konur vilja búa þér og fjölskyldunni notalegt og heillandi heimili. Plús – þær kunna heldur betur sitt fag í eldhúsinu. Krabbakonan er mjög trú þér og fjölskyldunni. Frábær móðir sem setur börnin nær alltaf í fyrsta sæti. Það sem hún leitar að hjá maka er mikil ástúð og heiðarleiki.

 

Auglýsing

Hrútagyðjan

aries-woman

Samkvæmt stjörnumerkjafræðingum eru konur í hrútamerkinu þannig að vonbiðlar gersamlega falla á kné. Þær eru afskaplega sterkar og erfitt að stjórna þeim og þær vita nákvæmlega hvað þær vilja. Ef þú telur þig vera nógu sterka/n til að eyða lífinu með svo sterkri og hugrakkri konu – gerðu það þá! Passaðu þig samt að þú þarft að hafa þig alla/n við að halda neistanum gangandi.

Hún mun krefjast þess að þú hjálpir henni og styðjir í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur og með því mun ekki bara hún heldur allir í kringum ykkur virða þig fyrir það. Hrútakonan styrkir maka sinn, hann fer að taka ábyrgð og verður eftirsóknarverður. Þær eru líka jarðbundnar og hafa ekki óraunhæfar væntingar til fólks eða lífsins.

Hafðu samt í huga að kona í hrútsmerkinu fellur ekki fyrir neinu bulli þannig þú verður að koma hreint fram. Ef þú nærð að vinna hjarta hennar mun hún virða þig út í hið óendanlega og mun ná fram því besta hjá þér.

Hrútakonan getur verið ströng móðir og óhlutdræg og þær ala oft upp börn sem eru foringjar og skara fram úr. Það sem hún kýs helst hjá maka er sterkur karakter og ákveðni…alveg eins og hún er sjálf.

 

Ljónynjan

leo

Konur í ljónsmerkinu geta bæði verið sterkar og hvassar…m.ö.o. þær eru bardagakonur. Þessar ljónynjur búa yfir ótrúlegum styrk og hæfileikum og þurfa einhvern sem er jafn sterkur og þær. Þær falla aldrei fyrir „venjulegum” vonbiðlum. Þær þurfa aldrei að leggjast lágt til að vinna ástir eins eða neins því elskendur falla hreinlega að fótum þeirra vegna sjarma þeirra og styrks.

Þær eru mjög hliðhollar sínum elskendum og gera allt fyrir þá. Ástin getur verið afar tilfinningarík hjá ljónynjunni og í rauninni muntu aldrei hitta neina konu sem getur elskað jafn heitt og hún.

Hún er holdgerfingur raunverulegrar, óeigingjarnrar ástar…ef hún elskar þig mun hún gera það af mikilli alvöru. Það á líka við um fjölskylduna – hún mun alltaf standa með og berjast fyrir þá sem standa henni næst.

 

Ekki gleyma að deila ef þér líkar greinin!

Heimild: naturalhealingmagazine

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!