KVENNABLAÐIÐ

Í hverju á ég eiginlega að vera…ef ég finn aldrei neitt í minni stærð?

Ef allt verður eins og við viljum hafa það í sumar… og það verður það! þá verður sumarið yndislegt og ótal tækifæri munu gefast til að klæðast kjólum í veislum, afmælum og brúðkaupum…(Það eru allir að gifta sig)

Það er SVO gaman að eiga flotta kjóla og fara úr svarta einkennisbúningnum og fara í ljósa og litríka sumarkjóla! Og það er alvg nóg að eiga einn flottan..,þetta eru kannski ekki svo mörg tækifæri á hverju sumri þar sem maður getur verið léttklæddur á hælunum…

Við fundum nokkra geðveika kjóla sem eru til í stærðum sem henta íturvöxnum dömum sem þora að klæða sig í fallegar flíkur.

Allar vefverslanir sem senda vörur um allan heim bjóða upp á að vörum sé skilað þannig að það er um að gera að panta bara nokkra kjóla í einu og geta þá fundið þann eina rétta.

Auglýsing

Oft má í gegnum vefverslanir finna ódýrari vörur en þær sem sambærilegar eru í verslunum hér heima og margar þeirra bjóða upp á fríar sendingar til Íslands!!!

Notaðu örvarnar til að skoða fleiri kjóla og þú smelli bara á vöruna sem þér lýst vel á og þá ertu leidd í þá verslun sem selur viðkomandi flík. Þetta eru allt vefverslanir með trausta viðskiptasögu svo það er ekkert að óttast. Skoðaðu vel stærðartöflur áður en þú pantar og pantaðu frekar tvær stærðir en bara eina svo þú getir verið fullviss um að fá RÉTTU flíkina fyrir þig. Þú getur alltaf sent til bakað og skilað.

Góða skemmtun!

Fylgið okkur á Pinterest!

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!