KVENNABLAÐIÐ

Sítrónuís Nigellu – Uppskrift

Með hækkandi sól er ekkert ferskara en unaðslegur sítrónuís. þessi uppskrift kemur frá matreiðsludrottningunni Nigellu og er ein af vinsælustu uppskriftum sem hefur birst á vef NY Times í apríl.

image16

2 dollar mjólk
smátt rifinn sítrónubörkur af hálfri sítrónu
5 stórar eggjarauður
½ bolli sykur

  1. Hrærið saman mjólkina og sítrónubörkinn í litlum skaftpotti á vægum hita þar til allt er vel heitt en passið að mjólki sjóði ekki. Takið af hitanum og látið standa  og kólna í 20 mínútur.

2.   Þeytið eggin og sykurinn saman í skál. Sigtið mjólkina í könnu og hrærið saman við sykur-og eggjablönduna.

3.    Setjið allt saman í hreinan skaftpott á miðlungshita. Hrærið stöðugt í með trésleif þar til að allt er vel þykkt og loðir við sleifarbakið. Passið að sjóða ekki því þá byrjar blandan að skilja sig.

4.    Kælið blönduna með því að setja pottinn í vask með köldu vatni og hrærið vandlega áfram í pottinum. Setjið í skál og kælið í ísskáp í klukkustund. Setjið síðan blönduna í ísvél eða inn í frysti. Ef þið frystið blönduna þarf að hræra í henni á hálftíma fresti fyrstu tvo til þrjá tímana.

Ljósmynd Meredith Heuer fyrir The New York Times
Ljósmynd Meredith Heuer fyrir The New York Times

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!