KVENNABLAÐIÐ

Svarta ekkjan er orðin áttræð og laus úr fangelsi

Hún er þekkt fyrir að eitra fyrir og myrða eiginmenn sína og er þekkt í Bandaríkjunum og Kanada undir viðurnefninu „svarta ekkjan.“ Í vikunni sást hún í heimabæ sínum í Nova Scotia, nánar tiltekið í bókasafninu að nota netið.

Melissa Ann Shepard var handtekin þann dag þar sem hún var grunuð um að leita sér að fórnarlömbum á netinu en samkvæmt skilorðinu er henni bannað að nota netið eða hitta menn í rómantískum tilgangi.

 

Síðastliðið haust var Melissa dæmd fyrir morðtilraun á fjórða eiginmanni sínum aðeins nokkrum dögum eftir brúðkaupið. Þegar hún slapp út í mars á þessu ári gaf lögreglan út viðvörun þess efnis að hún væri hættuleg mönnum ásamt 20 öðrum liðum í viðvöruninni.

 

Síðan á áttunda áratugnum hefur Melissa skaðað fjóra eiginmenn og einn kærasta. Öll fórnarlömbin voru eldri menn sem áttu það sameiginlegt að hafa nýlega misst eiginkonur sínar. Hún stal lífeyri þeirra, eitraði fyrir þeim og keyrði yfir einn.

 

Melissa Ann Shephard
Melissa Ann Shephard

 

Fyrsti eiginmaðurinn: Russell Shepard

 

Eini eiginmaðurinn sem varð ekki fyrir barðinu á henni. Þau fengu skilnað.

 

Annar eiginmaðurinn: Gordon Stewart

 

Árið 1991 keyrði Melissa yfir Gordon á malarvegi. Hann fannst í blóði sínu með lífshættulegt magn af lyfjum og áfengi í blóðrásinni. Þegar Melissa sagði lögreglunni að hann hefði reynt að nauðga henni varð hún fljótlega talskona heimilisofbeldis. Hún hélt ræður út um allt Kanada þar sem hún talaði sem fórnarlamb ofbeldismanns.

 

Þriðji eiginmaðurinn: Robert Friedrich

 

Melissa hitti Friedrich sem var verkfræðingur í kirkju árið 2001. “Heilagur andi sagði mér að hann yrði næsti eiginmaður minn,” sagði hún.

Þau fóru í fimm mánaða brúðkaupsferð eftir brúðkaupið og fóru undarlegir hlutir að henda þann nýkvænta. Hann datt mjög oft og heimsótti spítalann oft í þessari ferð.

Melissa skildi eftir ógnandi skilaboð í gegnum síma til sona Friedrichs og sagði þeim að þeir yrðu ekki í erfðaskránni.

Friedrich dó um ári eftir að þau giftu sig og erfði hún 100 þúsund dollara. Synir hans kærðu Melissu og sögðu að hún hefði gefið honum of mikið af lyfjum sem leiddu til dauða föður þeirra en sannanir voru ekki nægar til að gefa út ákæru.

 

Fjórði maðurinn, kærastinn Alex Strategos

 

Árið 2005 hitti Melissa Alex á netinu. Hún keyrði hvítan Kadillac til Flórída þar sem þau hittust í fyrsta skipti. Hún gisti þessa nótt hjá honum og þegar hann vaknaði um nóttina til að nota baðherbergið svimaði hann. Það gerðist þó oftar í sambandinu og hann fór að detta oft. Hann fór á spítalann og þar kom í ljós að honum hafði verið gefið róandi og komst að því að Melissa hafði sett Lorazepam í ísinn hans. Hún var síðar dæmd í fangelsi í fimm ár fyrir að ræna af honum 20 þúsund dollurum.

 

Fjórði eiginmaðurinn: Fred Weeks

 

Þau hittust á hjúkrunarheimili í Nova Scotia eftir að Melissa bankaði á hurðina hjá Fred og sagðist vera einmana. Þau giftu sig árið 2012 og varð hann veikur í brúðkaupsferðinni. Hann varð svo alvarlega veikur þegar þau gistu á gistiheimili seinna í Nova Scotia. “Hr. Weeks leit skelfilega út, hann var hálfgrænleitur í framan,” segir eigandi gistiheimilisins. “Frúin var hinsvegar afar vel tilhöfð í rauðri dragt.”

 

Fred féll úr rúminu og var fluttur á spítala. Fundu læknarnir ótrúlegt magn róandi lyfja í blóði hans. Kom í ljós að Melissa hafði sett eitrið í kaffið hans. Hún var kærð fyrir morðtilraun og var dæmd í þriggja og hálfs árs fangelsi.

Viðtal frá 2005:

 

 

Eftir að hafa verið handtekin nú í vikunni eru líkur á að hún fari aftur í fangelsið fyrir skilorðsbrot.

 

Árið 2005 var hún spurð í sjónvarpsviðtali hjá CBC: “Heldurðu að þú getir breyst?”

Svar hennar var: “Ég segi ekki að héðan í frá verði ég fullkominn borgari en ég ætla að reyna dag frá degi að hegða mér vel og gera það sem ég hefði átt að gera allan tímann. En ég get ekki fullyrt að það muni verða þannig þar til ég dey.”

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!